Varðandi skipstjórnarréttindi á skemmtibát.

Ég fagna því að nú hefur verið tekið af allan vafa um að það þurfi skipstjórnarréttindi til að stjórna skemmtibát, 6 m. og lengri.

En mér finnst miður að samgönguráðherra hefur ekki nýtt sér heimild í lögum og krafist réttinda fyrir skipstjóra á skemmtibátum styttri en 6 m. en vélarafl er meira en 55 kW.

Töluverð aukning hefur orðið á skemmtibátum styttri en 6 m. með vélar sem eru á þriðja hundrað hestöfl. Ganghraði þessa báta getur verið 70 til 90 sm/kls. Bátarnir eru mest notaðir til að draga sjóskíði, fallhlífar, slöngur og þess konar búnað. Síðan eru þeir auðvitað notaðir til kappsiglinga.

Sama á við um sæþotur, þar er mikil aukning. Þær eru með vélar sem eru um 200 hestöfl. Ganghraði er um og yfir 70 sm./kls.

Þessi tæki eru mest að sigla á hafnarsvæðum og í kringum hafnir, þar er skipa og báta umferð oft mikil. Margir stjórnendur þessara tækla eru ti fyrirmyndar. En það er ekki hægt að leggja þessi tæki að jöfnu við litla báta sem ganga 5 til 7 sm./kls. En það virðist vera gert í reglugerð samgönguráðherra.

Allt of margir virðast enga grein gera sér fyrir þeirri hættu sem þeir skapa sér og öðrum með vítaverðri hraðsiglingu þvers og kruss og engar siglingareglur eru virtar. Með þessu háttarlagi eru þeir jafn hættulegir umhverfi sínu og óvitar með byssu.

Mér finnst að krefjast ætti einhverrar lámarks þekkingar á siglingarreglum fyrir stjórnendur þessa tækja. Eðlilegt gæti talist að gerðar væru sömu kröfur og gerðar eru til stjórnenda báta með takmarkað farsvið. Þessi tæki eru að fara um sama svæði. Ég hitti oft fólk sem kemur á þessum hraðbátum og sæþotum frá Reykjavík og Hafnarfirði, í Hvammsvík, sem er innst í Hvalfirði.

Vegna þess að legið hefur fyrir í nokkurn tíma að krafist yrði haffæris og réttinda fyrir skemmtibáta lengri en 6 m. hefur eftirspurn eftir bátum styttri en 6 m. aukist. flestir þeir bátar eru með stórar vélar.

Aðeins hefur hvarfað að mér að eitthvað spili þarna inni bátar sem eru leigðir út til sjóstanga veiði. Þeir eru styttri en 6 m. og trúlega með stærri vél en 55 kW. Er verið að sníða reglugerðina að þeim ?

Ég skora á samgönguyfirvöld að taka þetta mál til athugunar sem fyrst. Ég hef skrifað samgönguráðherra bréf vegna þessa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað kemur þetta hraða við. Skemmtibátur er skemmtibátur. Ef hinsvegar einhver notar skemmtibát í atvinnuskini þá kannski myndi ég skilja kröfur um réttindi.

Ég myndi frekar krefjast meira prófs af bílstjórum sem aka jeppum og öðrum bílum í atvinnuskini en flestir á þessum jeppum eru ekki með meirapróf þótt þeir aki með túrista í atvinnuskini.

Valdimar Samúelsson, 2.5.2008 kl. 20:01

2 Smámynd: GOLA RE 945

Valdimar, ég held að þú sért að misskilja mig. Það er krafist réttinda fyrir skipstjóra á skemmtibátum sem eru lengri en 6 m. en ekki á skemmtibátum sem eru styttri en 6 m.

það hefur með hraða að gera, að bátur, eða sæþota sem er á 70 mílna ferð getur valdið stór slysi, ef menn kunna ekki með að fara.

Það má líkja þessu við ef þyrfti bara próf á bíla, en ekki mótorhjól. Hæggengu litlu bátunum mætti þá líkja við reiðhjól.

GOLA RE 945, 2.5.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband