12.5.2008 | 10:42
Náttfari ÞH 60
SM. í Noregi 1962. Stál. 169 brl. 660 ha. Lister dísel vél. Eig. Barðinn h/f Húsavík frá 24. júlí 1962. Skipið var lengt í Noregi 1966 og mældist þá 208 brl. 1966 var nafni og númeri skipsins breytt, hét þá þorri ÞH 10, sömu eig. og áður. skipið var endurmælt í júní 1970 og mældist þá 170 brl. Selt 10. feb. 1975 Pólarsíld h/f Fáskrúðsfirði, skipið hét Þorri SU 402. Það sökk austan við Ingólfshöfða 18 okt. 1979. Áhöfnin, 10 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og síðan um borð í Gunnar SU 139 frá Reyðarfirði.
Athugasemdir
Getur verið að þetta sé sama teikning og Sóley IS 225 sem var smíðuð í Risör í Noregi 1963. Veit einhver hvar hún er núna?
Steini (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:19
Sóley ÍS 225 var smíðuð í Risör 1966 eftir sömu teikningu og Sigurvon RE 133 sem var smíðuð á sama stað 1964. Sóley var bara með gang sb. megin og bestikiið var bb. megin aftur af brúnni, en fyrir miðju á Sigurvon. Síðast þegar ég vissi hét Sóley, Röst SK 17.
GOLA RE 945, 13.5.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.