17.5.2008 | 16:55
Starfsmenn Rafmagnsverkstæðis Eimskip grilla í Þerney.
Við, vinnufélagarnir á Rafmagnverkstæði Eimskip, ásamt Hallgerði stýrimanni á Golu grilluðum á fleka sem við Snarfélagr eigum á Þerneyjarsundi. Þetta var fínn túr, eins og á að vera á góðra vina fundi. Það var of hvast til að við gætum borðað á flekanum, þrátt fyrir að við settum skjólvegginn upp. við borðuðum því um borð í Golu, svolítið þröngt fyrir 10 manns, en þröngt mega sáttir sitja. Allir höfðu sæti við borð, sjö uppi í stýrishúsi og þrír niðri í lúkarnum. Því miður var eitthvert vesen á myndavélinni hjá mér, þannig að ég get ekki sýnt ykkur neinar myndir. Það voru fleiri með myndavélar, þannig að ég get sýnt myndir eftir helgi. Við skiluðum strákunum í Snarfarahöfn um kl. hálf tíu.
Við Hallgerður ætluðum síðan að sigla í Hvammsvík. Lilja og Neisti fóru þangað fyrr um kvöldið. Eftir að hafa horft á veðurspá á Belging og talað við þau sem voru í Hvammsvík ákváðum við að bíða til morguns. Lilja og Neisti komu í Snarfarahöfn um eitt leitið, höfðu farið úr Hvammsvík vegna veðurs. Austan áttin er oftast hund leiðinleg þar, enda stendur þá beint upp á víkina.
Eftir hafragraut í morgun sigldum við á Golu í Reykjavíkurhöfn. Við höfum verið hér í dag, notið mannlífsins og þess sem boðið er upp á, á listahátíð. Þegar við komum út úr Hafnarhúsinu eftir að hafa skoðað sýninguna þar sagði ég Hallgerði, "hefði þetta drasl verið í geymslunni heima, og ég í tiltekt hefði því öllu verið hent".
Nú eru Helga og Steini á Neista komin. við verðum hér í nótt, sjáum svo til í fyrramálið hvort við borðum hafragrutinn hér, eða í Þerney.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.