Elliðaárvogurinn er að fyllast af drullu.

Það er með ólíkindum að hafa starfsemi í íbúðarhverfi, eins og þá sem Björgun er með í Elliðaárvogi. Nú hugsa eflaust flestir, Björgun var þarna fyrir þegar íbúarnir fluttu. Það er rétt, en Björgunvar sögð á förum, þó þess sé hvergi getið í kaupsamningum. Í þurru veðri og vindi fýkur fínt ryk úr haugunum út um allt. Það er engu líkara en verksmiðjan leggi okkur í einelti. Í vestan átt fýkur óþverrinn á heimili okkar og smýgur inn um rifur á gluggum. Austan áttin fer með drulluna yfir bátinn okkar, sem er í Snarfarahöfn. Ég þreif bátinn á fimmtudagskvöldið, áður en við lögðum af stað í gærkvöldi máttum við endurtaka þrifin.

En þetta er ekki það versta, þegar Björgun er farin þrífum við rykið frá henni í síðasta sinn og allt verður eins og starfssemin hafi aldrei verið þar. En ekki í Voginum. Fínasta efnið rennur út með skolvatninu frá efninu og er að fylla Voginn. Það eru farnar að myndast eyrar þar sem var töluvert dýpi áður og djúpristir bátar taka niðri þar sem dýpi á að vera nægjanlegt. Höfnina í Bryggjuhverfinu er verið að dýpka í þriðja sinn, hún fyllist jafn óðum. Efnið kemur líka inn í höfnina hjá okkur í Snarfara, sama er með rennuna frá höfninni. Þessar drullusendingar frá Björgun hafa kostað okkur stór fé.

Á tyllidögum er talað um Elliðaárnar og Voginn, sem einstaka náttúruperlu í miðri höfuðborg. Við sem bryðjum rykið og ströndum bátunum í óþverranum vitum betur. Það er ekki langt síðan holræsi sem lá út í Voginn var lokað. Lagsinn gat þá fengið sér þar að éta, áður en hann gekk upp í ána.

Hvers vegna mótmælir almenningur ekki eyðingu á þessari náttúruperlu. Hvar eru Lopapeysujúðarnir sem mótmæla hverri skóflustungu sem tekin er í atvinnuskini, eða þarf starfsemin að vera norðan Holtavörðuheiðar og austan Hellisheiðar, til að þeir mótmæli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband