30.5.2008 | 19:52
Sjómannadagur hjá áhöfninni á Golu RE 945
Nú erum við komin í Reykjavíkurhöfn og ætlum að vera hér á sjómannadaginn og njóta þeirra viðburða sem boðið er upp á.
Eftir að hafa sett flöggin upp röltum við upp á Landakot, til að hitta gæran vin okkar Árna Bjarnason sem er að jafna sig eftir veikindi. Það var bjart yfir karli.
Í bakaleiðinni fórum við á Hamborgarabúlluna. Með fullri virðingu fyrir hamborgurum, verður fæðið flottar um borð á morgun.
Auk þeirrar dagskrár sem boðið er upp á hér í 101 er Snarfari með hátíðardagskrá í Snarfarahöfn bæði laugardag og sunnudag. Dagskráin hefst kl.13:00 báða dagana. Þar er meðal annars, bátasýning, sigling og margt skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna, td. bátasmíði þar sem skaffað er efni og tól til smíðanna. Bátunum er síðan fleytt á tjörn og veitt verðlaun fyrir handbragð og sjóhæfni. Hoppukastali fyrir þau yngstu. Dagskráin er nánar auglýst á heimasíði Snarfara.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.