Brotin bryggja, ekki lengur.

Hvammsvíkurnefnd fór seinni partinn í dag og gerðum við langband sem var brotið í Bryggjunni í Hvammsvík. Við fórum uppeftir á bátnum hans Hafliða, Lilju. Frábær bátur. Ég fullyrði, fyrir mína parta að Lilja er lang flottasti báturinn í Snarfara, jafn vel þó að Gola RE 945 sé talin með. Hér koma nokkrar myndir sem sýna framkvæmdina.

Hafliði

Árni.

Hafliði og Steini.

Hafliði og Steini.

Hafliði og Árni.

Hafliði og Árni

Hafliði og Árni

Hafliði og Árni

Hafliði og Steini.

Steini

Hafliði og Steini.

Verki lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sæll Árni. Þú ert Árni, er það ekki? Takk kærlega fyrir athugasemdina mín megin Nú er ég búin að liggja yfir myndunum hjá þér og rekst þá auðvitað á mynd af Hallgerði. Og þá mundi ég að hún sagði mér fyrir nokkru síðan að maðurinn hennar væri skyldur mér.

Gáfurnar leka gjörsamlega af mér  en ég hélt að þetta langa bil á milli augnanna væri frá föðurfólkinu mínu.

Ég er bálskotin í bátnum þínum. Lilja er líka auðvitað stórglæsileg. Ég kann ekki að sigla en í mínum villtustu draumum fer ég í siglingu í sumarfríinu mínu, einhvers staðar á suðlægum slóðum þar sem ég get synt í sjónum. Það er svo sem aldrei að vita hvað gerist í lífinu. 

Jóna Á. Gísladóttir, 7.6.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: GOLA RE 945

Góðan dag. Jú, ég er Árni. Þú ert mjög lík móðurfólki þínu, sérstaklega Agnari móðurbróðir þínum. Ég hélt að Fríða væri mamma Agnars og mömmu þinnar. Síðar náði ég þeim þroska að átta mig á því að það gekk ekki alveg upp, þar sem Fríða og Indriði, afi þinn voru systkin.

Það er mikið af sjómönnum í móðurætt þinni, það hlýtur að vera smá salt í blóðinu í þér.

Ég hef ekki séð Helgu systir þína í áratugi, það er svipur með ykkur. Helga er skyld mér í föðurætt líka, ömmur okkar Helgu í föðurætt voru systur.

Við Hallgerður stefnum að því að fara á Golu á goslokahátíðina í Eyjum í byrjun júlí.

GOLA RE 945, 8.6.2008 kl. 11:26

3 identicon

Heill og sæll mágur!

Mikið tekur þú þig vel út í bláa " overallnum" kveðja Björk

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband