14.6.2008 | 13:14
Styttri túr á Golu RE 945 en áætlað var.
Við vorum búin að áætla að fara á föstudagskvöldið í Hvammsvík og vera þar fram á mánudag, en vera í Reykjavíkurhöfn á 17. júní. En veðurspá breyttist, það á að ganga í NA. leiðindi aðra nótt. Allar A. áttir eru afleitar í Hvammsvík. Að vísu spá ekki allar spástöðvar þessu, sumar spá betur. Það er Belgingur sem er svartsýnastur núna. Við ákváðum að miða ferðalagið við spána á Belging. Hann hefur oftast reynst nokkuð sannspár, en ekki síst þar sem við erum að sigla okkur til ánægju miðum við oftast við svartsýnustu veðurspá.
Við sigldum því í Þerney í gærkvöldi, vorum þar í nótt, en erum nú í Reykjavíkurhöfn. Sjáum til á morgun hvað við gerum þá.
Skipstjórinn nokkuð ánægður með sig, enda að norðan.
Stýrimaðurinn fékk sér bauk og fór í tölvusalinn að blogga þegar við komum í Þerney.
Hallgrímur, á Axel Sveinssyni kom með vini sína. Þeir grilluðu fisk, sem þeir höfðu ný lokið við að veiða.
Við helltum upp á kaffi og buðum þeim eftir matinn. Hallgrímur bauð upp á koníak og tertu með kaffinu.
Stýrimaðurinn átti stímið í Reykjavíkurhöfn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.