14.6.2008 | 22:06
Hnísa...
Er svona ykkur að segja lostæti. Enda sjáið myndina rennilegur og flottur fiskur. Sem verður svona sirka 1,5-2-0 metrar á lengd. Verða sjaldnast þyngri en 50-70 kg.
Og kafar ekki djúpt, hangir þess vegna utan í bátum. Hnísan er á grunnsæfi eins og þið vitið.
Fiskinn veiddi,og gaf okkur, Önundur Kristjánsson móðurbróðir minn, skipstjóri og eigandi að Þorsteini GK 15, sem gerður er út frá Raufarhöfn. Hnísan var grilluð í kvöld. Skuldlaust. Gurme.
Ég var nokkuð djarfur með kryddið. Setti á kjötið eitthvað sem var til um borð, ekki svo naugið með það. Bara að þefa þar til maður er sáttur. Sýndi sneiðunum grilli í sirka 4 mín. á hlið, lét síða "soðna" í álpappír meðan ég brúnaði kartöflur. Borið fram með piparsósu, ristuðum sveppum, sykurhúðum kartöflum og Ora baunum. Getur ekki klikkað. Eftirréttur, sterkt kaffi og snaps af Gamaldansk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.