22.6.2008 | 15:55
Gola RE 945 komin til Eyja.
Við komum hingað í eftirmiðdaginn í gær, í logni og sól. Fengum gott lens frá Grindavík, vestan 8 til 10 m/sek. Þegar við áttum eftir 3 mílur í Eyjarnar, datt hann í logn. Stýrimaðurinn segir mér að hér sé alltaf gott veður. Í dag er frábært veður líka, það skildi þá ekki vera eitthvað til í þessu. Við höfum verið að spóka okkur í bænum í dag. Hallgerður hefur verið að lýsa fyrir mér hvernig þetta var allt saman fyrir gos.
Í kvöldmatinn verður svartfugl, bringurnar hafa legið í marineringu frá því í morgun. Eldamennskan á honum verður þannig að við rétt "sýnum" honum grillið, síðan pakkað inn í álpappír meðan kartöflurnar eru brúnaðar.
Þar sem við verðum hér næstu tvær vikurnar ætlum við að hitta hafnarvörð þegar hann kemur til vinnu á mánudag, og reyna að fá pláss við flotbryggju og landrafmagn, það er ágætt að lostna við að keyra ljósavél.
Við ætlum að segja frá því sem fyrir augu ber, meðan við erum hér. þeim sem vilja fylgjast með er bent á að lesa líka bloggið hjá stýrimanninum, leitarorðið þar er, hallgerður. Það er óþarfi að við séum að endurtaka sömu hlutina á báðum síðunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.