24.6.2008 | 11:59
Flestir Eyjabátar eru á sjó í dag.
Þessir félagar réru í morgun, veiðafærið er sjóstöng. Það er ekki mikið pláss fyrir afla. Ef vel veiðist verður aflinn trúlega seilaður utan á bátinn.
Við höfum það fínt hér í blíðunni í Eyjum. Förum í siglingu eftir hádegi. Það er ekki búið að ákveða hvert, en við komum við í Klettsvík. Trompetið er ekki með, svo ég syng fyrir stýrimanninn þegar við komum í hellinn. Ég notast við annarra texta, en ég syng aldrei annarra lög, af óviðráðanlegum orsökum.
Athugasemdir
Mikið vildi ég nú vera hjá ykkur, svo ég tali nú ekki um ef skipstjórinn eldar siginn fisksem er algjört sælgæti.
P.S Það er orðið langt síðan ég sá eða heyrði orðið að seila. Þín mágkona Helga.
Helga P. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 16:07
Sæl mágkona. Það verður siginn í kvöld.
Þetta orð , seila heyrist ekki oft, enda flestir bátar stærri en hjá félögunum. Þegar við mættum þeim á landleið áðan, sýndist mér þeir ekki þurfa hafa áhyggjur af aflanum.
GOLA RE 945, 24.6.2008 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.