24.6.2008 | 16:54
Silgdum í blíðunni í dag.
Við fórum í siglingu kringum Heimaey í dag. Þið getið lesið nánar og skoðað myndir úr ferðinni síðar í dag, á blogginu hjá Hallgerði.
Við mættum þessum félögum sem ég sendi mynd af í morgun, þegar þeir voru að leggja í hann. Hér eru þeir á landleið.
Hér má sjá stýrimanninn njóta veðurblíðu og siglingar. Það má velta því fyrir sér, vegna skrifa hennar í morgun. Sýnist hún vera dekruð kærasta, eða þjökuð eiginkona, ég bara spyr ?
Vera hér í Eyjum er tóm hamingja, en bara rétt að byrja. Þegar við erum búin að snæða saltfiskinn og þann signa sem til er um borð, förum við út og rennum fyrir fisk.
Það sem af er túrnum höfum við ekki borðað annað en það sem kemur úr sjónum. Vesta er að fuglinn er búinn. Þegar við sigldum fram á nokkrar Langvíur áðan, vorum við komin of nálagt Heimakletti, til að ég hefði kjark til að skjóta. Nú fara allar kerlingar, af báðum kynjum á límingunum og segja að fuglinn sé friðaður. Ég veit það vel, en hefði samt tekið þessar fjórar sem þarf í matinn, hefðu þær verið sunnan við Eyjuna.
Athugasemdir
Fjárfestu bara í laxaháf þá er fuglamáltíðin örugg. H.P.
Helga P. (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 19:56
Ég svo lofthræddur, lýst því betur á byssuna en háfinn.
GOLA RE 945, 24.6.2008 kl. 22:28
....mér sýnist hún vera svona sitt lítið af hvoru.....
Dekruð eiginkona
Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.