30.6.2008 | 17:55
Bakkafjöruhöfn, mesta flopp íslandssögunnar.
Það eina sem þessi höfn getur orðið að gagni er að hún mun auka ferðamannastraum. Ekki farþega sem fara um höfnina, heldur fólk sem kemur á Bakka til að virða fyrir sér mesta flopp íslandssögunnar. Það er með ólíkindum að enginn skuli geta stöðvað þetta bull.
það liggur fyrir að höfnin í Eyjum er orðin of lítil. Hingað koma einungis minnstu skemmtiferðaskipin og flutningaskip fara stækkandi. það er bara tímaspursmál hvenær öll gámaflutningaskip verða það stór, að þau komast ekki inn til Eyja. Þegar svo er komið verður að flytja alla gáma til og frá Eyjum með ferju til lands og þaðan á bíl til Reykjavíkur. Ef strandflutningar verða teknir upp aftur myndi það leysa málið að nokkru leiti. En það gengur ekki, að allur ferskur fiskur sem fluttur er út frá Eyjum þurfi að fara fyrst til Reykjavíkur.
Samgöngumál Vestamannaeyinga verða best leyst með því að gera stóra höfn fyrir utan Eiðið. Síðan að fá stærri Herjólf, sem gengur 20 til 25 mílur í logni. Bara það að þurfa ekki að fara fyrir Klettinn styttir ferð núverandi Herjólfs milli Eyja og Þorlákshafnar upp undir hálf tíma. Síðan mætti sameina hafnirnar með því að loka á milli garðana og opna í gegnum Eiðið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.