Gola RE 945 fór á veiðar í dag.

Hallgerður var í landlegu í dag. Ég fór út fyrir, mér til skemmtunar og til að ná í fisk í matinn. Fór fyrst suður fyrir Bjarnarey, það gekk lítið, bara veltingur. Eftir að ég kippti norður fyrir Faxasker tókst að ná í nokkra titti, eða það sem við náum að borða, áður en það skemmist. Á landleiðinni var komin austan bræla og frekar leiðinlegt fyrir klettinn. Meðan ég var að dóla þarna fyrir var ég að hugsa um hvað þarna hefur of verið helvíti erfitt að fara þar fyrir, fyrir gos, eða áður en nýja hraunið fór að skýla.

Þar sem ég hugsaði þetta kom ég að tveim farþega bátum frá skipi sem lá við Eiðið. Bátarnir ferja fólk frá skipinu inn í höfnina. Það vekur athygli mína að annar báturinn er vélavana sirka 100 til 150 metra frá Klettinum. Ég hafði strax samband við Vaktstöð Siglinga og sagði þeim frá ástandinu, en ég teldi fólkið ekki í bráðri hættu.

Ég var beðin um að veita þá aðstoð sem þyrfti, fljótlega eftir það tókst að koma spotta á milli farþegabátana. Vakstöð Siglinga bað mig þá að fylgja þeim þar til þeir væru komnir á öruggan stað. Ég fylgdi þeim í gegnum Faxasund, að Eiðinu, eða þar til þeir á örugum sjó.

------------------------------------------------------------

Í kvöld borðuðum við í fyrsta skipti í túrnum mat sem er keyptur í búð, þetta var skyndibiti. Soðin svið frá Sláturfélagi Suðurlands. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það, þetta var hálf hrátt og óætt helvíti, sem fór beint í sjóinn. Ótrúlega lítill metnaður í þeirri framleiðslu þessa ágæta fyrirtækis.

Annað kvöld verður nætursaltaður fiskur hjá okkur, eigin veiði. Eftir ógeðið frá Sláturfélaginu fæ ég óbragð í munninn, bara við það að hugsa um svið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband