Hvað gengur þeim til á Eldingu tvö strik.

Myndu þeir kæra sig um, þegar þeir eru að sýna hvali, að einhver djöflaðist innan um þá á sæþotu og hrektu dýrin í burtu, ég held ekki?

Við höfum tvo möguleika við að nýta hvali, sýna þá og veiða. það getur vel farið saman, en með þessum aðgerðum Eldingar II. virðist hvalaskoðunarfyrirtækið vera búið að segja hvalveiðum stríð á hendur. Í þessu umrædda tilfelli sýnist mér hvalveiðimenn sýna skinnsemi í málflutningi, en hinir ekki.

Það gæti farið svo að hvalveiðimenn og þeir sem sýna hvali eigi eftir að þurfa að standa saman gegn vitleysunni. Þau öfgafyllstu af þessum svo kölluðu náttúruvermdar samtökum eru farin að gagnrýna hvalaskoðun, segja það trufla dýrin. Reyndar eru sum þessi samtök hrein og klár hryðjuverka samtök. Þegar við fórum að veiða hvali eftir síðari heimstyrjöld, var veiðunum stýrt og stofninum haldið í jafnvægi.

Hvalaskoðunarfyrirtækjum er títt um ofsagróða á hvalaskoðun. Hvað borga þau í skatt, hve mörg hafa skipt um kennitölu og skilið fólk eftir með sárt enni ? Spyr sá sem ekki veit.

Þetta svokallaða náttúruvermdar fólk er komið langt fram úr hinum kalda raunveruleika. það er, við lifum á náttúrunni og ber að ganga varlega um hana með tilliti til þess að nýta hana sem best. Þessar verndunar öfgar koma ekki til að skila neinu nema tjóni. Við Íslendingar höfum hingað til lifað af því sem náttúran gefur og gerum það vonandi áfram.

Þessar aðgerðir á hvalamiðum eru álíka vitlausar og þegar fólk gekk af göflum þegar tveir ísbirnir sem flæktust hingað voru felldir, það voru fordómar fólks sem veit ekkert um hvað málið snýst. Þetta var ekki krúttlegur bangsi, heldur stór hættuleg skepna.

Umhverfisráðherra Íslendinga var aumkunarverður þegar hún anaði á ísbjarnarslóðir í Skagafirði á dögunum. Hvað mengaði hún mikið á því ferðalagi? Henni er tíðrætt um mengun annarra. Hvað ætlaði hún að gera á staðnum?

Ég hef ekki heyrt þetta "svo kallaða náttúruvermdar fólk" minnast á þá hættu sem dóttir bóndans á Hrauni var í hefði ísbjörninn verið í vondu skapi, eða svangur. Trúlega hefur það orðið stúlkunni til bjargar, að dýrið var máttfarið og hefði trúleg drepist fljótlega, hefði ekkert verið að gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband