13.7.2008 | 17:51
Staðsetningarkerfi.
GPS-gervihnattakerfið. NAVSTAR Glopal Positionong System gervihnattakerfið er rekið af bandaríska varnarmálaráðuneytinu, US Departerment of Defenc.
Kerfið gefur möguleika á staðsetningu á láði, legi og í lofti. Einnig er það notað til sérhæfðari hluta, svo sem landmælinga og tímaviðmiðunar. Kerfið er tvískipt. Annars vegar er það hernaðarhlutinn sem lokaður er öðrum en bandarískum stjórnvöldum og NATO. Hins vegar er almenni hlutinn sem allir hafa aðgang að og gefur a.m.k. "20 metra" nákvæmni í staðsetningu eftir að hætt var að trufla kerfið í maí árið 2000.
Þar sem GPS-kerfið er fyrst og fremst til hernaðarlegra þarfa geta útsendingar breyst án fyrirvara, en gefnar verða út tilkynningar um breytingar þegar aðstæður leyfa.
Öll notkun á GPS-merkjum til staðsetningar eða annars er því á ábyrgð notandans.
..........................................................
DGPS-kerfið Til að ná meiri nákvæmni í staðsetningu meða GPS-tækjum hefur verið verið þróuð svo kölluð samanburðaraðferð ( Differential GPS ) til að leiðrétta áhrif frá jóna og veðrahvolfinu og reyna þannig að tryggja staðsetningu með nákvæmni sem er innan við 10 metra.
Til að auka nákvæmni í GPS-kerfisins á og við Ísland hefur Siglingastofnun komið upp leiðréttingarkerfi sem gerir notendum kleyft til að staðsetja sig með 1-10 metra nákvæmni.
Leiðréttingarmerki eru send út frá 6 radíóvitum umhverfisl andið.
Sent er út á langbylgju nálægt 300 kHZ. Leiðréttingarmerkin eru miklu næmari fyrir truflunum en GPS-merkin og geta t.d. horfið í truflunum sem t.d. fylgja éljagangi. Merkin frá gerfitunglum verða ekki fyrir áhrifum þessa þannig að staðsetning fæst eftir sem áður, en án leiðréttingar.
Viðmiðun í staðsetningu er WGS-84. Notendur athugið að stilla GPS-tæki sín á WGS 84 eða Hjösey-55, eftir því í hvaða korti er verið að vinna. Aðrar viðmiðanir geta valdið mörg hundrum metra skekkju hér á landi. Leiðréttingarmerkin eru numin með sérstökum móttakara sem er tengdur eða sambyggður við GPS-tækið.
......................................................................
Ábending um stafræn sjókort. Talsvert hefur færst í aukana að seljendur tækja fyrir skip bjóði upp á stafræn sjókort, þ.e. kort sem skönnuð hafa verið inn í tölvu og tengd gagnagrunni þess kerfis sem boðið er upp á. Þessi búnaður getur verið til mikilla þæginda fyrir skipstjórnendur.
Undirnefnd Alþjóðarsiglingarmálanefndarinnar, um öryggi í siglingu, hefur látið í ljós áhyggjur vegna vaxandi notkunar stafræna sjókorta. Sjókort byggja mörg á gömlum mælingum sem gerðar voru með tækjabúnaði ólíkum þeim sem nú tíðkast við staðsetningar. Þess vegna ber að gjalda varhug við því að líta svo á að hægt sér að nota sjókort, byggð á gömlum mælingum, sem grunn í nýtískulegum staðsetningartækjum án sérstakrar aðgæslu.
Nefndin leggur því til að notandinn beiti ýtrustu varkárni og geri sér fulla grein fyrir takmörkunum þessara stafrænu sjókorta og mögulegum skekkjum. Eins beinir nefndin því til notenda Þessara tækja að gæta að því hvort upplýsingar, sem ekki styðjast við viðurkennda gagnagrunna, eru notaðir með nákvæmum staðsetningartækjum svo sem GPS-kerfinu .
Heimild. Íslendska sjómannaalmanakið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.