16.5.2009 | 09:47
Stýrimaðurinn í fyrsta túr sumarsins.
Við Hallgerður stýrimaður sigldum til Eyja með Herjólfi í gærkvöldi og ætlum að njóta lífsins hér fram á sunnudag. Þetta er fyrsti túr sumarsins hjá Hallgerði, ekki slæmt að byrja úthaldið á æskuslóðum.
Þetta er þriðja sumarið sem við erum á Golu RE 945 í Eyjum. Ég er farinn að trúa því sem Hallgerðu hefur haldið fram, að hér sé alltaf gott veður. Ég sem hélt að Raufarhöfn væri eini staður landsins sem alltaf skín sól.
Árni Rúnar leysti Hallgerði af um síðustu helgi og sigldi með mér, með Golu til Eyja.
Ekki vantar græjurnar, svolítið farnar að eldast en duga vel. Það ber ekki með sér að komið sé á þriðja áratuginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.