20.05.09

Þorsteinn ÞH ex Helga IIÞorsteinn ÞH. Ég var á þessum bát nýjum fyrir 20 árum, þá hét hann Helga II. Skipstjóri var hinn mikli aflamaður og suðurnesjamaður Geir Garðarsson.

Frábær bátur,  hann var ekki svona langur og ljótur þá.  Mér er sagt að nú sé báturinn enn þá betri.

Hann ku fara betur í sjó lengri.

Gola RE 95Gola RE 945. Flottasti báturinn í  flotanum.  Að okkar mati, alla vega notaður grimmt ef gefur. 21 árs gamall, en lítur út sem nýr. 

Dýrasti lúxusinn er hirðuleysi að mati tengdaföðurs míns Péturs Stefánssonar. Notaðu það sem þú átt.

 Við hjónin gistum 57 nætur í Golu síðast liðið  sumar. Við erum um borð eins oft og við getum.

Höfum "mottó" útivistarfólks í heiðri. Ekki spurning um veður, heldur hugafar. Enda skipið öruggt og gott. Fátt jafnast á við að sigla ef gefur..

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband