Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
3.8.2008 | 12:59
Hvar er flottasta ruslafatan.
Í gærkvöldi var haldin keppni um hvaða bátur væri með flottustu ruslafötuna.
Árni Pálsson skipstjóri á Golu, Hafliði Árnason skipstjóri á Lilju, Þorsteinn Garðarsson skipstjóri á Neista.
Föturnar, talið frá vinstri. Gola, Lilja, Neisti.
Það var samdóma álit áhafnarinnar á Golu að okkar fata væri flottust. Hér er sigurvegarinn að þakka öðrum keppendum fyrir drengilega keppni.
Í morgun fór áhöfnin á Lilju og Neista í sund á Akranesi. Þar sem við settum upp þessa fínu sturtu á bryggjuna taldi ég ekki ástæðu til að fara í aðra hreppa til að þrífa mig. Til að geta sýnt "Akranes förunum" að ég hefði notað sturtuna á bryggjunni, myndaði stýrimaðurinn athöfnina. Bent var á að athöfnin stæðist tæpast almennt siðgæði. En þar sem Halla pól myndaði glæpinn tel ég mig hafa óbeint gert lögregluna samseka, trúlega slepp ég með það.
Meiningin var að setja eina af baðmyndunum á netið. En þegar ég sá þetta næpu hvíta fjall á myndunum, brast mig kjark. Ég þarf eitthvað að láta kíkja á myndavélina þegar ég kem heim. Ætli fókusinn í henni sé ekki eithvað bilaður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2008 | 11:37
Fleiri bátar bættust við í gærkvöldi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 16:52
Gola verður í Hvammsvík um helgina.
Við Komum hingað um kl. hálf fjögur í dag og verðum fram á mánudag. Von er á fleiri bátum í kvöld og á morgun.
Hér um borð verður sama lúxus fæðið og vent er, allt veitt úr sjó. Hnísa, svartfugl og fiskur. Öllu verður því skolað niður með viðeigandi appelsíni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)