Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Siglfirðingur SI 150

Siglfirðingur SI 150Siglfirðingur SI 150. Sm. í Noregi 1964. Stál. 274 brl. Vél 750 ha. Deutz. eig. Siglfirðingur h/f. Siglufirði, frá 20. júlí 1964. Skipið var endurmælt í jan. 1969 og mældist þá 203 brl. Selt eftir 1970 Rafni Svanssyni og Ara Albertssyni, Breiðdalsvík. 1971 eru Gunnvör h/f, Hrönn h/f, og Íshúsfélag Ísfirðinga h/f, Ísafirði eig. Selt 12. okt. 1972 Sigurgeir Ólafssyni og Eiríki Ólafi Sigurgeirssyni, Vestmannaeyjum, skipið hét Lundi VE 110. Selt 4. des. 1976 Bás h/f, Húsavík, skipið hét Bjarni Ásmundar ÞH 320. 1977 var sett í skipið 1000 ha. Brons vél. Selt 4. okt. 1978 Bás h/f, Reykjavík, skipið hét Bjarni Ásmundar RE 12. 1980 var nafni skipsins breytt, hét þá Fram RE 12, sömu eig. Selt 21. des. 1981 Rafni h/f, Sandgerði, skipið hét Sigurpáll GK 375. Skipið var selt 14. apr. 1984 Ísafold h/f, Siglufirði, skipið hét Skjöldur SI 101. Selt 7. okt. 1987 Útgerðafélagi Norður Þingeyinga, Þórshöfn, Langanesi, skipið heitir Súlnafell ÞH 361. Selt til Hríseyjar 1989. 

Freyja VE 260

Freyja VE 260Freyja VE 260. Sm. í Danmörku 1954. Eik. 51 brl. Vél 265 ha. Alpha. Eig. Sigurður Sigurjónsson og Ágúst Matthíasson, Vestmannaeyjum, frá 18. jan. 1955. 14. maí 1963 var skráður einn eig. Sigurður Sigurjónsson, Vestmannaeyjum. Báturinn var seldur 29. ág. 1969 Þór Guðmundssyni og Friðrik Sigurbjörnssyni, Reykjavík, báturinn hét Sigurberg RE 97. 1970 var sett í bátinn 335 ha. Caterpillar vél. Seldur 15. nóv. 1971 Guðmundi Óla Sigurgeirssyni, Ólafi Águstssyni og Kára Hermannssyni, Grindavík, báturinn hét Sigurberg GK 85. Seldur 14. des. 1976 Sæhrímni h/f Þingeyri, báturinn hét Sæhrímnýr ÍS 100 Seldur 31. maí Baldri Arasyni og Braga Arasyni,  Hvammstanga og Sigfúsi Guðmundssyni, Kolbeinsá, Hrútafirði, báturinn hét Tumi HU 100. Seldur 16. nóv. 1978 Fannbergi Jóhannssyni og Sverri Fannbergssyni, Ólafsfirði, báturinn hét Freydís ÓF 60. Seldur 23. okt. 1981 Sævari Péturssyni Hólmavík. Seldur 23. okt. 1981 Njáli Torfasyni, Kristínu Ársælsdóttur og þórdísi Ólafsdóttur, Tálknafirði, báturinn hét Freydís BA 97. Seldur 28. maí 1982 Jens Jenssyni, Þingeyri, báturinn hét Gunnjóna Jensdóttir ÍS 117. Seldur 23. jan. 1984 Hvammsfelli h/f, Hafnarfirði, báturinn hét Sandafell HF 82. Hann var talinn Ónýtur og tekinn af skrá 27. maí 1988.

Brimir KE 104

Brimir KE 104Hólmanes SU 120. Sm í Noregi 1958. Stál. 137 brl. Vél 280 ha. Brunwall. Eig. Hraðfrystihús Eskifjarðar h/f Eskifirði, frá 28. jan. 1958. Skipið var selt 1. febr. 1965 Jóni Sæmundssyni, Keflavík, skipið hét Brimir KE 104. 1966 var skipið lengt í Noregi og mældist þá 171 brl., þá var sett í það 450 ha. Paxmann vél. Selt 5. jan. 1973 Kaupfélagi Stöðvarfjarðar, Stöðvarfirði, skipið hét Brimir SU 69. 1974 var sett í skipið 640 ha. Cummins vél. Selt 30. okt. 1975 Drangi h/f, Þorlákshöfn. Selt 27. jan. 1977 Sigurpáli Einarssyni, Grindavík, skipið hét Símon GK 350. Það var talið ónýtt og tekið af skrá 20. des. 1979.

Heimild Íslensk skip.


TÁLKNFIRÐINGUR BA 325

Tálknfirðingur Ba 325Tálknfirðingur BA 325. Sm. í V. Þýskalandi 1956. Stál. 66 brl. Vél 280 ha. Mannheim. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðar h/f. tálknafirði frá 17. maí 1956. Seldur 1. apríl 1967 Guðjóni Ólafssyni Vestmannaeyjum, báturinn hét Stakkur VE 32. Seldur 10. febr. 1974 Páli Herði Pálssyni, Stokkseyri, Báturinn hét Stakkur ÁR 32. Seldur 5. okt. 1979 Sigurjóni Helgasyni Stykkishólmi, báturinn hét Andri SH 21. Seldur 29. jan. 1988 Straumnesi h/f Patreksfirði, báturinn heitir Tálkni BA 123 og er skráður á Patreksfirði 1988.

Heimild Íslensk Skip.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband