Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
27.5.2009 | 20:29
Eyjar um síðustu helgi.
Við fórum með fjögur barnabörn til Eyja um síðustu helgi. Fórum með Herjólfi í síðari ferðinni á föstudag. Það var kaldaskítur á laugardag, þannig að ekki var hægt að sigla mikið. Skruppum aðeins út í Klettshelli, sem er alltaf vinsælt. Við vorum beð bíl með okkur og notuðum tækifærið og sýndum krökkunum Heimaey alla.
Það voru krakkar í blautbúningum að stinga sér í höfnina, sem er mjög vinsælt í Eyjum. Við höfðum engan slíkan búning, en Pétur lét sig samt hafa það að hoppa í sjóinn. Það var helvíti kalt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2009 | 21:16
20.05.09
Þorsteinn ÞH. Ég var á þessum bát nýjum fyrir 20 árum, þá hét hann Helga II. Skipstjóri var hinn mikli aflamaður og suðurnesjamaður Geir Garðarsson.
Frábær bátur, hann var ekki svona langur og ljótur þá. Mér er sagt að nú sé báturinn enn þá betri.
Hann ku fara betur í sjó lengri.
Gola RE 945. Flottasti báturinn í flotanum. Að okkar mati, alla vega notaður grimmt ef gefur. 21 árs gamall, en lítur út sem nýr.
Dýrasti lúxusinn er hirðuleysi að mati tengdaföðurs míns Péturs Stefánssonar. Notaðu það sem þú átt.
Við hjónin gistum 57 nætur í Golu síðast liðið sumar. Við erum um borð eins oft og við getum.
Höfum "mottó" útivistarfólks í heiðri. Ekki spurning um veður, heldur hugafar. Enda skipið öruggt og gott. Fátt jafnast á við að sigla ef gefur..
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2009 | 10:56
17.05.09
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 09:47
Stýrimaðurinn í fyrsta túr sumarsins.
Við Hallgerður stýrimaður sigldum til Eyja með Herjólfi í gærkvöldi og ætlum að njóta lífsins hér fram á sunnudag. Þetta er fyrsti túr sumarsins hjá Hallgerði, ekki slæmt að byrja úthaldið á æskuslóðum.
Þetta er þriðja sumarið sem við erum á Golu RE 945 í Eyjum. Ég er farinn að trúa því sem Hallgerðu hefur haldið fram, að hér sé alltaf gott veður. Ég sem hélt að Raufarhöfn væri eini staður landsins sem alltaf skín sól.
Árni Rúnar leysti Hallgerði af um síðustu helgi og sigldi með mér, með Golu til Eyja.
Ekki vantar græjurnar, svolítið farnar að eldast en duga vel. Það ber ekki með sér að komið sé á þriðja áratuginn.
Dægurmál | Breytt 18.5.2009 kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 21:22
Gola RE 945 farin í árlega ferð til Vestmannaeyja.
Nú er Gola komin til Vestmannaeyja þriðja sumarið. Við ætlum að hafa hana þar fram yfir sjómannadag og vera í Eyjum um helgar. Ég fór með bátinn til Grindavíkur aðfaranótt fimmtudags síðastliðinn, vitandi það að yrði hvass norðan átt á laugardag þegar til stóð að sigla til Eyja. Spáin gekk eftir og sigldum við frá Grindavík á laugardags morgun í N. 10 til 15 m/sek. Við hefðum ekki farið fyrir Reykjanes í því veðri, svo það kom sér vel að hafa verið búinn að klára þann legg.
Nafni minn Árni Rúnar sigldi með mér til Eyja frá Grindavík. Hann er 15 ára, við höfum ferðast mikið saman síðan hann var 5 ára. Ferðin gekk vel, þrátt fyrir talsverðan vind. Við fórum með landinu að Selvogi, en tókum þar stefnuna á Eyjar. Þá var eitthvað farið að draga úr vindi.
Við Þrídranga var komið ágætis veður. þar flugu Hafliði og Steini yfir okkur, miðað við flughæð hafa þeir verið í einhvers konar hafrannsóknum.
Gola komin á pláss í höfninni. Við Hallgerður stýrimaður hlökkum mikið til að eyða þarna næstu fjórum helgum. Við verðum komin í sumarfrí sjómannadags helgina og siglum trúleg í Breiðafjörð, eða norður á Strandir, eftir sjómannadag. En allt veltur það á því hvenær gefur að sigla frá Eyjum.
Þessi bátur var að fara á sjó á sunnudags morguninn. Mér sýndist hann vera með gildrur. Ekki veit ég hvað hann er að veiða í gildrurnar.
Dægurmál | Breytt 12.5.2009 kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)