Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
24.4.2010 | 17:11
Snarfarahöfn í dag. 24.04.10
Elín Björk. Eigandi Bjarni Eysteinsson.
Ekki er sjáanlegt nafn á þessum. Klúbburinn á þennan traktor sem er notaður við upp, og niðursetningu.
Óli Lopi átti þennan síðast þegar ég vissi, skráður í Bremen. Hugsanlega á Tortola í dag?
Hafrós. Eigandi aflamaðurinn, skipstjórinn og útgerðarmaðurinn á Húna II og Húnaröst, Hákon Magnússon.
Þessir bíða eftir sjósetningu.
Þessi hefur ekki áttað sig á vélaöldinni og lætur sig reka um heimshöfin á tusku, eins og forfeðurnir.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2010 | 17:23
Sumarið kom yfir sæinn..
Gola RE 945 fór á flot á miðvikudaginn, en Halla 7575 í dag. Neisti og Axel Sveinsson fara niður um helgina. Nú er sumarið hafið hjá okkur, bátafólkinu. Ég er bjartsýnismaður og spái góðu sumri. við Hallgerður vonumst til að geta siglt vestur í sumar. það er að segja, á víkurna norðan við Straumnes að Hornvík, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp.
En auðvitað verðum við allar helgar um borð, eins og undanfarin sumur. Margar helgar höfum við verið í Reykjavíkurhöfn. Það er frábær staður og öll aðstaða fín. Við löbbum um 101 og skoðum borgina eins og túristar. Á góðviðrisdögum er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Götulistamenn, listasöfnin, mannlífið, setjast niður og fá sér bauk. Eða á góðviðris degi, bryggju spjall.
Bryggjuspjall þekkjum við hjónin enda bæði utan af landi, ólumst upp við þetta frábæra samskiptaform. Sem því miður er hverfandi í dag.
Vonandi verðum við dugleg að skrifa og segja ykkur frá okkar upplifun. Við vonumst til að þið lesendur okkar setjið inn athugasemdir og spurningar.
Það var einhver titringur í vélinni í Ásþór. Hann var tekinn á land og vélin úr.
Æðruleysið hans K.K. Um veiðiferð á þessu "Færeying" samdi K.K. snildar texta, eins og þeir eru allir hjá þessum ljúfa manni og snillingi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)