Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Bátamyndir.

Leó VE 400Leó VE 400. 

94 smálestir. Smíðaár 1959 í A Þýskalandi. Vél M.W.M. 400 hestöfl. Heimahöfn Vestmannaeyjar.

Ljósmyndari. Snorri Snorrason.

 

 

 

þórunn VE 28Þórunn VE 28.

51 rúmlest. Smíðaár 1946 í Svíþjóð. Vél Gamma 200 hestöfl. Heimahöfn Vestmannaeyjar.

Ljósmyndari. Snorri Snorrason.

 


Bátamyndir.

Garðar EA 761Garðar EA 761.

51 smálest. Smíðaár 1946. Vél GM 240 hestöfl. Heimahöfn Rauðuvík.

Ljósmyndari Snorri Snorrason. 

 

 

 

Ögri RE 42Ögri RE 42. 

198 smálestir. Smíðaár 1963. Vél Caterpillar 515 hestöfl. Heimahöfn Reykjavík.

Ljósmyndari Snorri Snorrason.


Bátamyndir.

Geir Re 406Geir RE 406. 73 rúmlestir. smíðaár 1956 í A- þýskalandi. vél MAK 240 hestöfl. Heimahöfn Reykjavík.

Ljósmyndari Snorri Snorrason.

 

 

 

 

Pétur Halldórsson.Pétur Halldórsson RE 207 708 rúmlestir. vél 1060 hestöfl. Smíðaár 1951 í Englandi. Heimahöfn Reykjavík.

Ljósmyndari Snorri Snorrason.

 

 

 

 

Björn jónsson.Björn Jónsson RE 22. 105 rúmlestir. Smíðaár 1947 í Svíþjóð. vél Lister 360 hestöfl. Heimahöfn Reykjavík.

Ljósmyndari Snorri Snorrason.

 

 

 

 

Svanur KE 6Svanur KE 6. 56 rúmlestir. Smíðaár 1954 í Keflavík. vél Wichmann240 hestöfl. Heimahöfn Keflavík.

 Ljósmyndari Snorri Snorrason.

 

 

 

 

Reynir BA 66Reynir BA 66. 53 rúmlestir. Smíðaár 1946 í Svíþjóð. Vél Hundsted 150 hestöfl. Heimahöfn Bíldudalur.

Ljósmyndari Snorri Snorrason.

 

 

 

 

23 ára gömul vél.Vélin í Golu RE 945. 23 ára gömul.

Með góðu fyrirbyggjandi viðhaldi og topp hirðu alla tíð, hefur þessi vél aldrei slegið feil púst.

 

 

 

 

 

Setustofan.Setustofan í Golu RE 945.


Vetrarríki í Snarfarahöfn.

SnarfarahöfnÉg tók myndir í dag af afhafnasvæði Snarfara við Elliðaárósa.

Nokkuð er um það að menn hafi á floti allt árið. Landrafmagn er til staðar og hægt að hafa hita í bátunum.

 

 

 

 

Land aðstaða.Bátarnir sem eru á landi geta líka verið tengdir við rafmagn.

 

 

 

 

 

 

Land aðstaða.

 

 

 

 

 

 

 

Land aðstaða.


Nú styttist í vorið og sjósetningu.

Gola Re 945 Halla Neisti.Nú er um það bil mánuður þar til sett verður á flot, alla vega verður það fyrir páska. Neisti, Halla, og Gola eru geymd í Höll hins himneska friðar á veturna. Gola er þeirra elst, eða 23 ára. Hún hefur verið í húsi, eða Höllinni alla vetur.

Við Fýlupokarnir hittumst í Höllinni alla laugardagsmorgna kl. 09:00 þegar bátarnir eru í húsi. Heitt á könnunni og tekið á móti gestum og gangandi. Þar eru þjóðmálin rædd, stundum af meira kappi en forsjá, ekkert er okkur óviðkomandi.

Suma laugardaga erum við að "bauka" í bátunum, allt verður að vera pússað, hreint og í lagi fyrir sumarið. Pétur Stefánsson, tengdafaðir minn, sagði að hirðuleysi væri dýrasti lúxusinn sem hægt væri að veita sér.

Við Hallgerðu áætlum að fara á Golu til Eyja í byrjun júní, framhaldið er svo óráðið. En við verðum um borð allt sumarfríið og allar helgar í sumar, eins og undanfarin ár. 

Gola RE 945Skrokklagið er fallegt á Golu, enda hafa þessir bátar verið framleiddir óbreyttir frá því 1982. Hörku sjóbátur, lifandi, veltur mikið þegar þannig liggur á henni. Auðvitað er ekki verið að flækjast á skemmtibát í vondum veðrum. En í þessum sumarbrælum sem maður lendir óhjákvæmilega í, á ferðalögum, hefur hún aldrei tekið dropa inn á sig.

 

 

 

Þröngt setinn bekkurinn.Það er þröngt setinn bekkurinn, en hverju skiptir það þegar samkomulagið er gott ?

Neisti og Halla eru planandi bátar, ganga 30 til 40 mílur. Gola kemst á góðum degi 11 til 12. Við siglum 7 til 8 mílur. Þannig líður öllum vel, áhöfn, bát og vél.


Fýlupokafélagið lýsir eftir nafni.

Hjallurinn kominn á páss.Fýlupokafélagið, lýsir eftir nafni á þetta mannvirki. Mannvirkið er Hjallur sem við höfum verið að smíða í vetur. Hér ætlum við að  distelera sjáfarfang, fisk og kjöt. Þeir sem hafa uppástungu um nafn á Hallinn eru vinsamlega beðnir að setja það inn á bloggið. Hvað á Hjallurinn að heita?

Byggingin er stálgrindarhús, klætt með krossviði með neti fyrir vindopum. Veggir hvítmálaðir, þakið svart, sést aðeins úr lofti, eins og á Hörpunni. Í forrými er veiðarfærageymsla. Hugsanlega höfum við þar Appelsín til að væta kverkar þegar unnið er  í aðgerð.

Að eiga svona mannvirki er draumur allra sem eru í útgerð. Við létum drauminn rætast. Á morgun getur það verið of seint. Hjallurinn er 6 fm. En hann á eftir að stækka, alla vega í frásögnum, þegar aldurinn færist yfir okkur.

Fílupokarnir við hjallinn.

Hér erum við Fýlupokarnir við mannvirkið.Talið frá vinstri er auðvitað fremstur "Meðal jafningja" vel að merkja" Árni nokkur Pálsson, þá Þorsteinn Garðarsson unglingurinn í hópnum.

Hafliði Árnason jarl frá Látrum. Hallgrímur Axelsson mígur upp í vindinn enda verkfræðingur.

En síðast og ekki síst Ólafur Tryggvason staðarhaldari og útvegs bóndi. Sem hýsir drauminn enda undirlendið svo langt sem augað eygir.

 

Halla Útvegsbóndafrú bauð upp á snafs.

 Halla, kona Ólafs Útvegsbónda bauð upp á snafs og morgunmat að verki loknu.

"Þá var ek mat mínum fegnastur  er ek náði honum" sagði Grettir Ásmundsson. Og tókum við undir það félagarnir. Enda höfum við sjaldan flotinu neitað.

Við erum sáttir eftir vel unnið verk vetrarins. Þó ekki hafi niðurstaða fengist í Icave umræður okkar félaga á laugardagsfundum okkar í Höll hins himneska friðar..

Enda geta ekki allir verið rétt hugsandi bolsar eins og undirritaður..

Setið að snæðingi eftir gagsverkið.Á heimleið fengum við veitingar á verkstæðinu hjá Hafliða. 

Rætt var  um Hjallastefnuna. Sem við höfum unnið að alla sunnudagsmorgna í vetur.

Niðurstaðan lá fyrir: Hvað getur kona og karl gert saman? tveir karlar? En ekki tvær konur?  Einhver?

Migið í sama kopp.

Er vandi þjóðarinnar þar? Hvað veit ég.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband