Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
10.3.2012 | 18:11
Hádegisverður í Höll hins himneska friðar.
Í hádeginu efndum við Fýlupokar til mikillar veislu í Höllinni. Eldaður var siginn fiskur, sem við verkuðum í hjallinum okkar. Annað eins lostæti hefur varla verið á borðum landsmanna í dag, nema ef vera skildi svartfuglinn sem verður snæddur í Naustabryggju 7 í kvöld.
Nú er að verða lítið eftir af svartfugli í frystikistunni, vonandi lokar Svandís ekki fyrir veiðina.
Harðfiskurinn og skerpukjötið ætti að vera tilbúið til átu um mánaðarmót.
Hér má sjá virðinguna fyrir viðfangs efninu, lostætið soðið í potti sem kostar hálf mánaðarlaun Seðlabankastjóra.
Steini hefur einfaldan smekk, velur aðeins það besta.
Hér má sjá Hafliða og Steina færa upp úr pottinum.
Ef grannt er skoða sést að Kapteinn Steini kyngir munnvatni í gríð og erg!
Menn tóku hressilega til matarins. Kristján og Óli Árna litu við og snæddu með okkur.
Það er með þann signa, hann fer vel í maga.
Heilög stund,ekkert spjall.Hvað er betra en að snæða með góðum vinum sem þó eru á rangri pólitískri hillu.
Kannski rofar til, það rofar alltaf til, ekki vantar þá vitið svo mikið er víst.
Hér má sjá mig halda á nýjasta "tækniundrinu" í Golu RE. 945. Það er þrýstijöfnunarkútur sem ég setti á heitavatnslögnina, nú þegar ég var búinn að jafna mig eftir matinn.
Þessi baukur sér til þess að taka við þenslunni á neysluvatninu þegar það hitnar í hitakútnum. En við hitun getur þrýstingurinn hækkað úr 3,1 bar, í allt að 6 til 7 bar. Það má gera ráð fyrir að sé farið að reyna verulega á neysluvatnskerfið. Baukurinn sér til þess að hann fer ekki upp fyrir 3,5 bar.
Þetta ætti að vera staðalbúnaður í öllum betri bátum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)