13.7.2010 | 17:43
Að sigla þöndum seglum inn í ellina.
Er dálítið skrítið. Ég hef aldrei áður í lífinu skoðað aldur svo neinu nemur. Enda líka alltaf haft meira en nóg að gera.
Stemmt að því að þegar að.....? Ætlaði ég heldur betur að gera eitthvað. Eitthvað sem ég er löngu búin að gleyma núna.
Því miður svona eftir á að hyggja gleymdi ég svo sárlega oft að lifa augnablikið. Plönin komu í veg fyrir það. Og tíminn leið, og líður hjá okkur öllum.
Allt í einu horfir maður fram á það, að það hefði verið gott að staldra aðeins lengur við það sem skiptir mestu máli. Börnin mín og maður. Vinir og stórfjölskylda.
Ég er, svo tekin séu af öll tvímæli lánsöm manneskja. En það er fjarri því allt mér að þakka. Hef alltaf verið innan um gott fólk.
Fólk sem hefur fyrirgefið mér axarsköft mín, já steingleymt því. Sem ég þakka fyrir..Tel mig líka hafa haft svigrúm fyrir ölduróti minna á hinum ýmsu tímum.
Sitjandi hér á bóli úti í Flatey þar sem ekkert er að gerast annað en að vera til, hnippti heldur betur í mig. Konu sem siglir inn í ellina og saknar smá að hafa ekki oftar verið til staðar fyrir þá sem á mér þurftu að halda. Hugsum málið..
Þetta er nágranni okkar síkjaftandi og stundum leiðinlegur en það verður ekki haldin neinn húsfundur um hvort okkar yfirgefur staðinn. Stjórnsýslan hér er kærleikur og virðing fyrir hvort öðru.
Enda er ég með plön um að þegar að...Þá skal nú augnablikið notað. Augnablikið sem kemur aldrei aftur.Við siglum heim, en hann þraukar kaldann veturinn hér í Breiðafirðinum. Og hugsar helvít..hafði nú sú gamla það gott svona eftir á að hyggja.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2010 | 12:13
Þetta er yndislegt líf.
Enn er sama veðurblíðan. Við höfum verið mest um borð og notið þess að slaka á. Best er að gera sem allra minnst og gera það hægt.
Ýmir fór í Bjarnareyjar seinni partinn í gær. Þaðan fara þau í Stykkishólm, þar sem skipt verður um áhöfn á bátnum.
Helga Sigtryggs og Kristín ætluðu að leggja í hann frá Reykjavík í morgun. Ættu að vera komin hingað í Flatey síðdegis.
Við fengum okkur göngutúr um Eyjuna í gær og tylltum okkur fyrir utan Hótel Flatey, og fengum okkur einn kaldan.
Síðan les ég fyrir stýrimanninn tvo kafla úr Bör Börssyni daglega. Bör Börsson og auðrónar Íslands eiga margt sameiginlegt. Að fara fram úr sjálfum sér í skefjalausri þrá eftir peningum og völdum.
Það eina sem skilur þá að, er að Bör gerði allt á eigin ábyrgð, en auðrónarnir á ábyrgð almennings. Sömu fíflin, en skaðlegri.
Við skoðuðum kirkjuna. Baltasar málaði altaristöfluna og loftskeytingu 1964. Mjög tilkomumikið að sjá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2010 | 17:44
Dreptu ekki meira en þú getur étið (HKL )
Það er frábært að veiða fisk sér til matar . Nema hvað. Sem við hjónin gerum skuldlaust. Eða réttara sagt maðurinn minn.
Hvað er betra en nætursaltaður fiskur? Þorskur. Eða pönnusteikur með matarjóma og grænmeti. Eigin afurð skiljið?
Þegar þeir komu á dekk voru þeir svo krúttlegir og sætir og sprikluðu lengi lengi.......Þá fór um undirritaða, þetta voru ungir þorskar. Barnaþorskar.
Og ég kom með tillögu, veiðum heldur hvali ástin mín. Þeir eru stærri...! Hugsum um foreldra þeirra sem sjá á eftir börnum sínum á hraðferð upp á krók hjá einhverju fólki sem á nóg af öllu?
Ég var Ýsa í fyrra lífi og þekki þetta. Að vísu skör lægri en þorskur en með sömu tilfinningarnar. Sá hvali éta heilu ættflokkana af þorski og ýsu svo ég hef harma að hefna.
Réttu mér beitta hnífinn skipaði Kapteinninn! Af hverju spurði ég. Nú það þarf að blóðga þá umlaði maðurinn standandi með þorsk upp á mið læri. Og drápsglampa í augum.
Þeir meiða sig, er það ekki spurði stýrimaðurinn sjóhræddi? Hallgerður ertu Vestamannaeyingur eða ekki? Láttu ekki nokkurn mann heyra þetta rugl kona. Eitthvað er nú farið að reyna á selsskapinn drottinn minn sæll og glaður. ..
Þessari elsku til afbötunar, er að hann verkkvíðin. Enda landburður af fiski. Við eigum sko krók og höfum auðvitað "leyfi" til að nota eigur okkar. Eða krókaleyfi. Erum að verða uppiskroppa með salt..Hvítt salt, engan gulan hroða veskú..
Er farin í sex blautþurrkna fótabað enn í Eyjunni Flötu og komið er stórstreymi. Hér er munur á flóð og fjöru sex metrar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2010 | 11:55
Annar dagur í veðurblíðu í Flatey.
Nú er mánudagur og annar dagur í veðurblíðu. Sunnudagurinn byrjaði með smá brasi með utanborðsmótorinn, sem við notum á slöngubátinn. En það bjargaðist allt saman, smá stillingar þurfti að gera á blöndungnum. Sem var ekkert mál, en tók lengri tíma að finna út hvað væri að.
Við erum ekki með Næðing (slöngubáturinn af Golu) með okkur núna heldur fengum lánaðan minni og þægilegri slöngubát hjá Steina Garðars. Þegar mótorinn af Næðingi er kominn á þennan littla bát er hraðinn svo mikill, að ég veit ekki hvernig það endar. Við á Golu erum ekki vön miklum hraða.
Við sigldum kringum Flatey í gær, með Ellu og Símoni. Það var fín ferð, í góðu veðri. Í dag förum við í land í Flatey.
Þar er veitngarhús, þar sem hægt er að fá sér plokkfisk og rúgbrauð á 6.900 pr. mann og fá færri en vilja slík er ásóknin!
Nebb, við eldum frekar eigin afurð sem kostaði ekkert.
Þetta frystihús var byggt í Flatey, upp úr miðri síðustu öld. Ég held að þar hafi aldrei verið unnin fiskur, og verður trúlega ekki héðan af. Þessi bygging er dæmi um misheppnaða tilraun til að halda plássi í byggð.
Væri ekki virðingarvert að setja kúluna á þetta niðurnýdda hús sem æpir á húsin í Eyjunni. Hús sem flest hafa verið gerð upp og eru hreint augnayndi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2010 | 16:10
Ofsahræðsla vitglöp, eða raunsæi?
Ég er af kunnugum talin þokkalega skýr á góðum degi, já oft talin reyða það í þverpokum? ! Þó má ég þola það að undan mér fjarar í orðsins besta skilningi.
Hjálögð mynd er ekki af mér en jafningja mínum samkvæmt eigin áliti . Í gær komst ég að því fullkeyptu, hræðslan tók af mér öll völd og það þrátt fyrir rúmlega fimm ára reynslu við Íslandsstrendur í misjöfnum veðrum. Hef sum sé marga fjöruna sopið eins geðslegt og það nú er!
Þegar hræðslan tekur völdin fjarar undan allri rökhugsun og við tekur ástand sem ómögulegt er að lýsa. Átti ég fara með faðirvorið eða biðja til guðs sem ég þekki ekki neitt? Kunni ekki við það, enda ávarpa ég ekki ókunnuga. Nema vera skildi til að vísa mér til vegar.
Ég vissi hvert ég var að fara, hitt vissi ég ekki hvort ég kæmist þangað svona yfir höfuð. Fína veðurspáin gekk ekki eftir og Gola Re 945 hagaði sér eins og ölóð kerling sem engu tauti er við komandi..Slagandi til og frá og við líka hvort sem okkur líkaði betur eða ver.
Ég hefði viljað skipta við hana. Þegar minnst varði hagaði hún sér eins og kafbátur.
Skipberinn leit aftrá annað slagið með samúð í augunum. Á móti fékk hann hatursfullt augnaráð sem sagði: Hvernig í andsko..datt þér í hug að bjóða mér upp á þetta mann djöf...Engin orðaskipti í fjóra klukkutíma.
Þegar ég vaknaði í morgunn var veðurblíðan slík að ekkert vit var í öðru en að berhátta sig og spenna upp sólhlífina..
Sem ég gerði, makaði á mig sólarvörn sem ku vera hættulegri en sólin sjálf!
Fékk mér einn, já bara einn kaldan límonaði að hætti Börs og hugsaði um hvað við hefðum það gott íslendingar, alla vega veðurfarslega. Hann "KU" spá blíðu næstu daga. ....Ég Hugsaði ekkert um það, að allir vegir að heiman eru vegirnir heim enda minnið farið að gefa sig.
11.7.2010 | 10:07
Gola komin í Flatey.
Ingibjörg og Kristján á Súlu komu til Ólafsvíkur um hádegi í dag, laugardag,með viðkomu á Akranesi. Aðspurð fengu þau skíta brælu bróðurpart af leiðinni frá Reykjavík. þau ætla að vera í Ólafsvík til morguns. Þaðan fara þau í Stykkishólm, eða í Flatey.
Ég var að pumpa í slöngubátinn. Ólag var á dælunni, og sá ég ekki annað í stöðunni en rogast með bátinn upp á bensínstöð, til að dæla í hann. Þá kom Kristján með þessa fínu dælu, og kláraði málið. Ég kann Kristjáni mínar bestu þakkir fyrir.
Við lögðum í hann upp úr hálf tvö. Renndum þegar við komum út á 30 m. dýpi og veiddu fisk sem dugar tvisvar í matinn. Önnur máltíðin verður steiktur fiskur, hin nætursaltað. Ætluðum að taka fugl líka, en vegna geymslupláss verður hann að bíða betri tíma.
Rúmlega fyrri helmingurinn af leiðinni var frábært veður. Síðan brældi hann upp, þvert á allar veðurspár. 8 til 10 m/sek. í trýnið, og straumurinn á móti bárunni. Hund leiðinleg kröpp vindbára. Við voru að staulast þetta á rétt rúmlega fjögurra mílna ferð, samt var það helvítis barningur. Auðvitað hefði ég átt að slá af niður á tvær, þá hefðum við varla fundið neitt fyrir þessu. Við erum í fríi. Hvað liggur á?
Svona skakstur fer ekki vel í stýrimanninn. Enginn ætti að skilja það betur en ég, sjúklega lofthræddur maðurinn. þegar að ég fer upp fyrir fjögura metra hæð, rýkur öll skynsemi út í veður og vind. Þó svo að ég sjái það þegar ég sit í sófanum hvað þetta er vitlaust og ástæðulaust, ef öryggisbúnaður er í lagi.
En svona er lífið, einn hræðist þetta, en annar hitt.
Nú þegar ég er að skrifa þetta um miðnætti, er komið stafa logn hér á legunni í Hafnarey. Næstu dagar hér í Flatey verða frábærir. Héðan förum við í Stykkishólm.
Slæmt, að á leiðinni lentum við í því óláni að rör fór í sundur, og höfðum við tapað nærri helmingnum af neysluvatninu þegar við tókum eftir því. Þá kemur sér vel að stýrimaðurinn er úr Eyjum og telur hvern dropa!
það er þá ekkert annað í stöðunni er þvo upp úr sjó, til að eiga vatn í kaffið og til eldunar. Blautþurrkur verða að duga til þrifa á mannskapnum. Ég held það að sé erfitt um vatn hér í Flatey. En við könnum það á morgun, kannski rætist úr því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2010 | 12:25
Nú er hann dottinn elskurnar mínar
Skipberinn að blása í gúmmítuðruna sem verður notuð til að komast í land í Flatey. Breiðafjörðurinn sagður eins og spegill, hvað er maður að kvarta?
En varasamur er hann drottinn minn dýri skerin óteljandi svo eins gott að fara fetið sem við gerum að vísu alltaf og Skipberinn þaul vanur. Allt er þetta nú þess virði í fallegu veðri. Ég hlakka til að sjá kirkjuna aftur með myndum Baltasar, mér skilst að altaristaflan sé með mynd af honum sem Jesús Kristi.
Auðvitað kemur alltaf maður í manns stað. Myndir af Jesum Kristi sem ég fékk hjá Einari Gísla í Betel í Eyjum í den sýna að hann var fallegur maður. Það er Baltasar líka..
Þær hafa nokkrar drukknað í augum hans er mér sagt, sel það ekki dýrara en ég keypti..
Er trúað fólk fallegra en efasemdarmenn? Gott ef ekki er, alla vega sýndi spegillinn mér það í morgunssárið. Þetta er mín trúarjátning. En...spegillinn er gamal og undirrituð líka. Allt hefur sinn tíma, það hefur sinn tíma að eiga vandaða spegla og það hefur sinn tíma að eldast......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2010 | 20:08
Fiskisúpa og skyrterta í Föruhúsinu á Hellnum.
Vignir, Guðjón Gauti og Sólveig Ásta komu í heimsókn í dag. Sólveig og Vignir fóru til náms í Danmörku fyrir fjórum árum. Guðjón Gauti bættist í hópinn á "tímabilinu". Þau eru nú flutt aftur heim.
Með "Danan" sem við megum að vísu ekki kalla Dana..
Er maður ekki Dani fæðist maður í Danmörku? Ég er Frá Raufarhöfn og Hallgerður frá Vestmannaeyjum og við könnumst við það.
Guðjón Gauti er stoltur af nýju gúmískónum sínum.
Afi Árni á svona gúmmítúttur og nú var litli vinurinn maður með mönnum..
Trúlega á hann ekki eftir að gat slíta þeim þessi elska en ánægður var hann enda með þægilegri skótaui.
Hallgerður stýrimaður bauð okkur í fiskisúpu og skyrtertu í Fjöruhúsinu á Hellnum. Þetta var frábær matur sem engin ætti að láta fram hjá sér fara, hafandi kost á því. Ekki spillir umhverfið fyrir.
Á staðnum var hópur englendinga sem borðuðu úti og máttu ekki mæla yfir náttúrufegurðinni. Reyndar þarf ekki útlendinga til. Komiði bara og sjáið sjálf!
Heimasaumaðir dúkar á hverju borði og stellið héðan og þaðan.
Aksturinn frá Ólafsvík, fyrir Jökulinn að Hellnum er með fallegri leiðum sem ég hef ekið um. Þó er Melrakkasléttan flottari.
Þegar við vorum ný lögð í hann frá Hellnum brotnaði pústið í tvennt, fyrir framan fremri hljóðkútinn og datt niður í götuna.
Nú voru góð ráð dýr, ekkert verkfæri í bílnum til að ná rörinu undan. En í bílnum var strappband sem við leiddum yfir bílinn og undir pústið, til að halda því frá götunni. Eftir það gekk ferðin til Ólafsvíkur vel.
Vegfanendur sem mættu okkur héldur að hér færi sveitavargurinn á leið í kirkju til þess að gifta sig ..
Við þökkum ungu fjölskyldunni kærlega fyrir frábæra ferð. Á morgun förum við í Flatey. Og hlökkum til, vitandi að þar eru fyrir Símon og Ella á Ými sem lögð ían í dag.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2010 | 10:17
Komdu sæl, hvað syngur í þér?
Er eitthvað sem ég heyri hér í landlegunni einu sinni á dag. Maðurinn minn hringir "heim" til mömmu og símtölin byrja alltaf eins.
Móðir hans Una Hólmfríður er 79 ára og hefur sungið í kirkjukórnum á Raufarhöfn frá tólf ára aldri. Sem auðvitað skýrir þessa sí endurteknu spurningu .
Eða hvað? Auðvitað er þetta algeng spurning hjá fólki, það er að segja eldra fólki. Sennilega er þetta að detta út úr málinu sem er á hreyfingu sem betur fer.
Barnabörnin okkar segja Hæ hvernig ertu? og svarið er Góður! Sem er auðvitað ekki alltaf rétt, en þau hafa lært að bera sig vel.
Ég man enn þegar ég heyrði pabba minn segjast fíla eitthvað vel, mér fannst það allt að því helgispjöll hjá manni sem agaði tungutak sitt..Jafnvel hann gaf eftir.
Frasarnir eru á sínum stað á hverjum tíma. Nú er hætt að spyrja mig : Ertu ekki að grínast? Eða áréttingin: Já þú meinar? Man ekki í svipinn hvað kom í staðin nema ef vera skildi "Heyrðu"
Núna byrja allir á því, ef á þá er yrt að segja Heyrðu! Og það hvimleiða er, í öllum svörum. Eins og allir séu með biluð heyrnatæki!
Annað allt annað, nú fer hann að "detta" og við getum sennilega siglt áfram inn í Breiðafjörðin á morgun..
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2010 | 11:30
Bræla við Breiðafjörð.
Nú er landlega hjá strandveiðibátum, eins og hjá okkur á Golu RE 945. Við höfum það fínt. Göngutúr, bað í sundlauginni, og upplestur úr Bör Börssyni. Að ógleymdu lúxus fæði, sem mönnum í mínum þyngdarflokki geðjast vel.
Í gærkvöldi var boðið upp á hakk og strokanoff með öllu tilheyrandi. Í eftirrétt var ostur og vínber. Öllu var skolað niður með appelsíni af bestu gerð.
Þessi franska skúta kom hingað á þriðjudag. Þeir lögðu í hann aftur í gær og stefndu norður fyrir Bjarg. Veðrið var fínt hér í höfninni, en ekki að sama skapi fyrir utan. Þegar seglin voru sett upp fyrir utan höfnina lagðist hún flöt
Tveir þraut reyndir sjómenn sem voru í kaffispjalli um borð í Golu voru okkur sammála um að ekki væri það mikil sjómennska að fara af stað í þessu veðri.
Við stýrimaðurinn vorum að ræða um það, eftir að karlarnir voru farnir, að vonandi myndu þeir leggjast undir Bjargið og bíða betra veðurs til að fara Röstina. Sem betur fer snéru þeir við og verða vonandi rólegir þar til lægir. Ef að ég kynni frönsku og ætti Bör á frönsku væri örugglega auðvelt að fá þá til að bíða þar til ég hefði lokið við að lesa fyrir þá bókina.
Nú í morgun fóru þeir aftur af stað á skútunni. Það er skíta bræla, þó skárra en í gær.
Ýmir kom í Ólafsvík á þriðjudag. Þau eru á leið í Flatey, en ákváðu að bíða af sér bræluna hér.
Ella og Símon litu við í spjall um borð í Golu í gærkvöldi. Við buðum upp á osta, vínber og smá appelsín.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)