Færsluflokkur: Dægurmál
10.3.2012 | 18:11
Hádegisverður í Höll hins himneska friðar.
Í hádeginu efndum við Fýlupokar til mikillar veislu í Höllinni. Eldaður var siginn fiskur, sem við verkuðum í hjallinum okkar. Annað eins lostæti hefur varla verið á borðum landsmanna í dag, nema ef vera skildi svartfuglinn sem verður snæddur í Naustabryggju 7 í kvöld.
Nú er að verða lítið eftir af svartfugli í frystikistunni, vonandi lokar Svandís ekki fyrir veiðina.
Harðfiskurinn og skerpukjötið ætti að vera tilbúið til átu um mánaðarmót.
Hér má sjá virðinguna fyrir viðfangs efninu, lostætið soðið í potti sem kostar hálf mánaðarlaun Seðlabankastjóra.
Steini hefur einfaldan smekk, velur aðeins það besta.
Hér má sjá Hafliða og Steina færa upp úr pottinum.
Ef grannt er skoða sést að Kapteinn Steini kyngir munnvatni í gríð og erg!
Menn tóku hressilega til matarins. Kristján og Óli Árna litu við og snæddu með okkur.
Það er með þann signa, hann fer vel í maga.
Heilög stund,ekkert spjall.Hvað er betra en að snæða með góðum vinum sem þó eru á rangri pólitískri hillu.
Kannski rofar til, það rofar alltaf til, ekki vantar þá vitið svo mikið er víst.
Hér má sjá mig halda á nýjasta "tækniundrinu" í Golu RE. 945. Það er þrýstijöfnunarkútur sem ég setti á heitavatnslögnina, nú þegar ég var búinn að jafna mig eftir matinn.
Þessi baukur sér til þess að taka við þenslunni á neysluvatninu þegar það hitnar í hitakútnum. En við hitun getur þrýstingurinn hækkað úr 3,1 bar, í allt að 6 til 7 bar. Það má gera ráð fyrir að sé farið að reyna verulega á neysluvatnskerfið. Baukurinn sér til þess að hann fer ekki upp fyrir 3,5 bar.
Þetta ætti að vera staðalbúnaður í öllum betri bátum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2012 | 10:06
Arnfirðingur, Kyndill, Meta, Mánatindur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2012 | 19:04
Siglingatækin í Golu RE 945 uppfærð.
Vinum mínum í Fýlupúkafélaginu finnast siglingatækin í Golu helst til gamaldags, sem þau trúlega eru. Ekkert nýmóðins dót eins og t.d. plotter.
Þeir vildu því færa tækjakostinn aðeins nær nútímanum og gáfu mér þennan dýrindis sextant í afmælisgjöf. Ég er þeim óendalega þakklátur fyrir þessa höfðinglegu gjöf, sem örugglega á eftir að koma að góðum notum.
Unnið hefur verið hörðum höndum í Höllinni í vetur, við að standsetja fyrir sumarið. Nú er allt að verða klárt.
Verði tíðin góð, verður Gola Re 945 sjósett fyrir páska.
Við stefnum á að sigla norður á Hornstrandir og Jökulfirði í sumar. Nú er bara að vona að hann leggist ekki í N áttir þegar við verðum í sumarfríi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2011 | 17:35
Eru hvalaskoðunarfyrirtæki að bjarga efnahag landsins ?
Þannig tala alla vega þessir frekjudallar. Ryðja öllum í burtu í nafni gróðans. En hverju skila þessi fyrirtæki í kassann í formi skatta ?
Við á Golu RE 945 höfum verið mikið hér í Suðurbuktinni undanfarin sumur. Fyrstu árin vorum við, ásamt ýmsum skemmtibátum erlendum og íslenskum, við flotbryggjunni við Ægisgarð. Þá var alltaf mikið líf á bryggjunni, bæði í kringum okkur á skemmtibátunum og líka fólk sem kom til að veiða á bryggjunni. Þar sannaðist, að líf kallar á meira líf. Auðvitað var líka umferð í sambandi við ferðabátana, okkur öllum til ánægju. Það var líka öryggi að haf fólk í bátunum um nætur. Eitt sinn rak ég fólk af bryggjunni sem hafði gert sig líklegt til að brjótast inn í einn skoðunarbátinn.
Allt virtist í góðu samlæti, og tillitsemi, auðvitað þurftum við sem vorum að skemmta okkur að taka fullt tillit til þeirra sem voru að vinna. Það var fyllilega haldið af okkur á Golu RE 945. En skyndilega dró ský á himinn, friðurinn rofinn. Eigandi eins af þessum eldri hvalaskoðunarfyrirtækjum réðist að mér með þeim orðaleppum að ég treysti mér ekki til að hafa það eftir á prenti, er ég þó ekki þekkur fyrir að geta ekki komið orðum að því sem ég er að hugsa. Við hypjuðum okkur í burtu, ásamt öðrum, sem vorum fyrir þessum ágæta manni. Nú er ekkert líf á bryggjunni, nema þeir sem stika um borð í ferðabátana, og aftur til baka. Ekkert "bryggjuspjall".
Nú er verið að stíga næsta skref. Hrekja alla úr Suðurbuktinni, nema ferðabáta. En eitt er víst. Þegar fiskibátarnir fara, fer lífið. Eða hver kemur aftur til að fara í siglingu til að glápa á einhvern helvítis hval ? Varla nokkur maður. En margir vilja koma aftur til að upplifa lífið við höfnina, og ef til vill að borða hval. Hvalaskoðunar ferðamenn eru einnota ferðamenn.
Höfum í huga að hafnir landsins eru byggðar í kringum fiskibáta. Við hin erum gestir og skulu sýna þeim fulla virðingu sem fyrir eru.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2011 | 20:36
Hér er legið með hönd á pung ...
Í alvöru talað, vinnuvika að baki og við hjónin sigldum inn í 101 Reykjavík. Í þessum pikkuðu orðum brýst sólin fram? Kapteininn á bryggjuspjall við aðra sjómenn. En vel að merkja ekki um framtíð Sjálfstæðisflokksins. Heldur framtíðina. Um strandveiðar svo dæmi sé tekið.
Ég aftur á móti er hér niðri að pikka þetta inn til ykkar á milli þess að hringja í vini og fjölskyldu okkar.
Læt hugann reika um s.l. viku. Efst í huga mínum er auðvitað Kastljós umræðan um unga fólkið okkar sem verður eiturlyfjum að bráð. Og úrræðaleysi okkar? Nístandi sársauki og undrun á því sem ég sá.
Óskiljanlegt viðtal við landlæknir sem ég held að sé drengur góður, en hafði á tilfinningunni að hann væri að verja eitthvað, eitthvað sem ég veit ekki hvað er?
Hugurinn leitaði til unglingsára minna, ég reyndi að rifja upp hvort við hefðum haft þessi vandamál, ég held ekki. ? Alla vega man ég það ekki.
Sum okkar fóru heldur bratt í kynnum við Bakkus en flest okkar kvöddu hann aðrir gældu við hann þar til yfir lauk. En sú barátta tók lengri tíma en baráttan við læknadópið.
Sem drepur á undraskömmum tíma. Tíminn er peningur segir athafnafólk. En tíminn er miklu meira,tíminn er að vera í samvistum við þá sem við elskum.
Þarna höfum við ekki tíma, hvert einasta andartak skiptir máli, þar skilur á milli feig og ófeigs eins og ömurleg dæmi sýna ykkur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2011 | 19:26
Sleppa..
Nú verður lagt úr vör enn eitt vorið. Tilhlökkunin allaf sú sama. Ný gleði tilfinning. Nýtt vor inn í sumarið 2011..
Gola Re 945 sem ný eftir dekur vetrarins..Aldrei fallegri. Árni hefur dvalið í ,,Höll hins himneskra" friðar hvern laugardag sem gvöð hefur gefið í vetur og gert henni til góða.
Í góðum selsskap frábærra vina sem eru þar í sama tilgangi. Allt flottir peyjar sem eiga þetta sama áhugamál að sigla..
Ólíkir menn sem taka slaginn um pólitík. Menn sem virða skoðanir hvors annars..Kunna samræðulistina sem er afrakstur þess að eldast. Þroskinn, virðingin fyrir skoðunum annarra.
Stefnan er tekin á Eyjarnar í sumarfríinu. ,,Hún er demantur drottins í sænum, hún er djásnið í möttlinum hans" Orti Hafsteinn föðurbróðir minn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2011 | 18:18
Bátamyndir.
94 smálestir. Smíðaár 1959 í A Þýskalandi. Vél M.W.M. 400 hestöfl. Heimahöfn Vestmannaeyjar.
Ljósmyndari. Snorri Snorrason.
51 rúmlest. Smíðaár 1946 í Svíþjóð. Vél Gamma 200 hestöfl. Heimahöfn Vestmannaeyjar.
Ljósmyndari. Snorri Snorrason.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2011 | 17:43
Bátamyndir.
51 smálest. Smíðaár 1946. Vél GM 240 hestöfl. Heimahöfn Rauðuvík.
Ljósmyndari Snorri Snorrason.
198 smálestir. Smíðaár 1963. Vél Caterpillar 515 hestöfl. Heimahöfn Reykjavík.
Ljósmyndari Snorri Snorrason.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2011 | 14:21
Bátamyndir.
Geir RE 406. 73 rúmlestir. smíðaár 1956 í A- þýskalandi. vél MAK 240 hestöfl. Heimahöfn Reykjavík.
Ljósmyndari Snorri Snorrason.
Pétur Halldórsson RE 207 708 rúmlestir. vél 1060 hestöfl. Smíðaár 1951 í Englandi. Heimahöfn Reykjavík.
Ljósmyndari Snorri Snorrason.
Björn Jónsson RE 22. 105 rúmlestir. Smíðaár 1947 í Svíþjóð. vél Lister 360 hestöfl. Heimahöfn Reykjavík.
Ljósmyndari Snorri Snorrason.
Svanur KE 6. 56 rúmlestir. Smíðaár 1954 í Keflavík. vél Wichmann240 hestöfl. Heimahöfn Keflavík.
Ljósmyndari Snorri Snorrason.
Reynir BA 66. 53 rúmlestir. Smíðaár 1946 í Svíþjóð. Vél Hundsted 150 hestöfl. Heimahöfn Bíldudalur.
Ljósmyndari Snorri Snorrason.
Vélin í Golu RE 945. 23 ára gömul.
Með góðu fyrirbyggjandi viðhaldi og topp hirðu alla tíð, hefur þessi vél aldrei slegið feil púst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2011 | 17:47
Vetrarríki í Snarfarahöfn.
Ég tók myndir í dag af afhafnasvæði Snarfara við Elliðaárósa.
Nokkuð er um það að menn hafi á floti allt árið. Landrafmagn er til staðar og hægt að hafa hita í bátunum.
Bátarnir sem eru á landi geta líka verið tengdir við rafmagn.
Dægurmál | Breytt 20.3.2011 kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)