Færsluflokkur: Dægurmál
7.7.2010 | 11:21
Hún er engum lík..
Þó verður stórfjölskyldunni ekki oft orðavant. Fjölskyldu sem kallar ekki allt ömmu sína í orðræðunni. Núna er hún stödd á Raufarhöfn hjá langömmu sinni Unu, og unir hag sínum ágætlega.
Er þar með móður sinni og systkinum í nokkrar vikur. Eldsnögg að aðlaga sig breyttum aðstæðum enda er þetta litla síli heimsmanneskja..
Fæddist þannig? Fjölskyldan man ekki svo langt að hún hafi ekki verið altalandi. Hafandi sterka skoðun á mönnum og málefnum.
Hún heitir GOLA. Afi Árni segir það. Hún gengur hins vegar undir dulnefninu Heiðrún María Björnsdóttir. 5 ára snót. Gæti verið miklu eldri.
Í morgun þegar hún reis úr rekkju kom yfirlýsing frá þeirri stuttu: Amma, þakið hjá þér lekur! Langamma Una kom af fjöllum enda húsinu vel við haldið.
Hvað meinarðu barn?..Það er vatn í rúminu hjá mér fullyrti barnið. Og við það sat, og situr. Veskú..
Hér sést hún taka utan um hálsinn á afa Árna sem hún segir besta afa í heimi. Og hann trúir henni. Berglind og Óli Júlíus njóta félagsskaparins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2010 | 16:00
Það tekur tíma að ná úr sér stressinu!
Það er mikil slökun í því að vera um borð. Fyrst kemur spennufall og mikill svefn. Nú erum við á þriðja degi í ferðinni og afslöppunin alger. Hlustað á rás 1 í útvarpinu, eða bara þögn. Ég las fyrir stýrimanninn upp úr Bör Börsyni, eftir að við komum úr sundinu áðan. það verður upplestur úr Bör daglega.
þegar Bör er búinn tekur Hlustarinn við, eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Við erum að vísu bæði búin að lesa þá bók, en skildum hana ekki á sama hátt. Nú ætlum við að lesa einn og einn kafla upphátt og ræða síða hvaða skilning við leggjum í lesefnið.
Hér er eins og alltaf ekkert annað en lúxus fæði. Í gærkvöldi var hrefnukjöt, að hætti skipstjórans. Góðgætinu var skolað niður með sér völdu appelsíni árgerð 2010. Afgangurinn frá því í gærkvöldi verður í kvöld. Í hádeginu var rúgbrauð, egg og síld.
Gangi veðurspáin eftir verðum við hér í Ólafsvík fram á laugardag. Þá er ferðinni heitið í Flatey.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2010 | 15:39
Gola RE 945 komin í Breiðafjörð.
Ég lagði í hann frá Reykjavík um hádegi á laugardag, til Ólafsvíkur. kom hingað upp úr miðnætti. Ágætis veður alla leið, svolítill veltingur á Faxaflóa og smá hjakk frá Öndverðarnesi, 10 m. Í nebbann.
Góðar móttökur hér í Ólafsvík, gott bryggjupláss og landrafmagn. Stýrimaðurinn kom hingað með rútu á sunnudagskvöld. Meiningin er að vera hér í Breiðafirði fram yfir verslunarmannahelgi.
Við ætluðum norður á hornstrandir, en norðaustan áttin er svo helvíti þrálát núna. Hornstrandir bíða næsta sumars.
Stefán Pétursson sjómaður hér í Ólafsvík, bróðir stýrimannsins á Golu, kom í morgunkaffi og spjall í morgun. Stebbi byrjaði til sjós 13 ára gamall á togaranum Vetti frá Fáskrúðsfirði. Hann var á þeim togara 15 ára gamall þegar Júlí frá Hafnarfirði fórst á Nýfundlands miðum. Veðrið var snar vitlaust og ísingin svo mikil að hver dropi sem kom á skipið fraus.
þetta var barátta upp á líf og dauða, sólarhringum saman við að berja ís af skipinu. Júlí var fyrir aftan þá, þeir sáu á honum ljósin. Skyndilega voru þau horfin. Þeir á Vetti vissu strax hvað hafði gerst, Júlí hafði hvolft vegna yfirísingar. Þeir gátu ekkert gert, annað en herða sig við ísbarninginn af sínu skipi, annars hefðu þeir farið sömu leið.
Þarna fórust 32 ungir menn og 51 barn varð föðurlaust. Stebbi sagði okkur að aldrei liði sá dagur að honum verði ekki hugsað til þessara manna og barnanna.
Þessi breski skemmtibátur fór héðan úr Ólafsvík á sunnudagsmorgun.
Strandveiðibátarnir réru í morgun, í blíðu veðri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2010 | 10:07
Sea Safari.is
Við erum hér í Reykjavíkurhöfn í boði Rannveigar og Ingólfs sem eiga og reka fyrirtækið Sea Safari. þau gera út frá Suðurbuktinni, neðan við verbúðirnar, ( grænu húsin,við Sægreifann). Bjóða upp á fyrirtækjaferðir, hópferðir, ljósmyndaferðir, kvöldsiglingar, viðburðarferðir/ sérferðir, lundaskoðunarferðir. þau gera út tvo harðbotna slöngubáta, sem ganga 50 mílur, á góðum degi.
Við kunnum þeim Rannveigu og Ingólfi bestu þakkir fyrir að lána okkur pláss um helgina. Undanfarin þrjú ár höfum við verið hér á Golu RE 945 um helgar á sumrin, ef við höfum þá ekki verið í Eyjum, sigla hringinn, eða á öðrum lengri ferðalögum.
Nú er farið að þrengjast um pláss hér fyrir skemmtibáta, vegna fjölgunar á útsýnisbátum. Hvalaskoðun, sjóstöng, lundaskoðun, og "allskonar". Sem er hið besta mál. Það skapar jú gjaldeyri, sem við þurfum á að halda.
Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi (blessunarlega) formaður stjórnar Faxaflóahafna sagðist ekki gera ráð fyrir "montbátum" hér. En vegna skröltsins í silfurskeiðinni sem hann er með í kjaftinum, skildi ég drenginn ekki vel, en geri ráð fyrir að þar eigi hann við skemmtibáta. Ég vill bara "vinsamlega" benda þessu "silfurskeiða kjafti" á, að við sem höfum valið þann lífsstíl að sigla, erum venjulegt vinnandi fólk, skattgreiðendur, mörg fyrrverandi sjómenn, og það sem silfurskeiðakjafturinn helst hefur áhuga á, kjósendur.
Í kvöld komu félagar okkar úr Snarfara, á glæsilegum bátum, þeir Þorsteinn Garðarsson á Neista, og Hallgrímur Axelsson á Axel Sveinssyni, með vini sína sem tilheyra gönguhóp sem þeir eru í. Samtals 10 menn. Tilefni ferðarinnar var að gera sér glaðan dag, borða góðan mat, og á sér smá appelsín í aðra tánna.
Nú fundum við til okkar hjónin, áhöfnin á Golu RE 945, hafandi lyklavöldin úr hendi Rannveigar og Ingólfs. Buðum þeim að leggjast hér við læsta bryggju, enda ekki gert ráð fyrir montbátum í Reykjavíkurhöfn. Verandi bæði utan af landi ( Vestmannaeyjar, Raufarhöfn ) hvöttum við þá til að versla í "heimabyggð". fyrir valinu varð Höfnin, veitingastaður hér í Suðurbuktinni, beint fyrir ofan bryggjuna sem við liggjum við. Þegar þeir komu aftur til skips, brosandi hringinn, höfðu þeir sömu reynslu og við, matur og þjónusta frábær, og verðið hóflegt. Við á Golu RE 945, og vinir okkar mælum 100% með þessum stað, Höfnin.
Félagarnir ganga til skips, hæst ánægðir eftir góðan viðurgerning á veitingarstaðnum Höfnin.
Mannlíf kallar á meira mannlíf, sem vonandi leiðir af sér meiri viðskipti við þá sem þarna starfa. Hver kannast ekki við það að fara fyrst á höfnina á þeim stöðum sem hann heimsækir? Suðurbuktin á að vera staður fyrir alla báta. Útsýnisbáta, fiskibáta, skemmtibáta, "allskonar" báta.
Við áhöfnin á Golu RE 945 erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist, framtíðin lofar góðu. Þar erum við að tala um embættismenn hafnarinnar, Gísla Gíslason og hans fólk. Ekki pólitíska silfurskeiðakjafta.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.6.2010 | 20:00
Okkur hjónum var boðið, það vantaði ekki
En við áttum ekki heimangengt. Óli og Dorrit fóru fyrir okkur og er þá engu logið. Að vísu fyrir alla þjóðina og allt það. "Og allskonar"
Ég dáist af því hvað hjónin eru dugleg að ferðast orðin þetta roskin. Og samgleðst þeim að þurfa ekki að punga út fyrir flugfari á fyrsta farrími drottin minn sæll og glaður.
Sé í hendi minni hvað þetta er að skipta miklu máli í samskiptum þjóðanna sem við berum okkur saman við.
Okkur var boðið vegna þess að vinkona okkar er einkaþjálfari. Allt fréttist nú.
Í trúnaði talað var ég ekki vant við látin heldur ofbíður mér þynningin á bláa blóðinu, móðir Viktoríu er "Bara" alþýðumanneskja og svo er draumaprinsinn einkaþjálfari !!
Þetta höttar fyrir að það kalli í þann Sauðsvarta! Fyrir neðan mína virðingu að fara af bæ fyrir slíkt smotterí..
Enda elska ég bláa litinn eins og vinir mínir vita. Hann þarf bara að vera Kóngablár.
Ég hef nefnilega svo dýran smekk þið skiljið. Óli og Dorrit segið hæ við blessað fólkið frá okkur. Við setjum transportið á raðgreiðslur. Ekkert mál að semja um það.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2010 | 18:15
Það á að taka Bensinn af Önnu greyinu !
Hvernig kemst hún í vinnuna aumingjans konan? Kannski býr hún í 101 ? Þarf að brjótast upp Ártúnsbrekkuna í öllum veðrum.
Öfundin spyr ekki um verðmæti og mannauð svo hjálpi mér gvöð. Anna ber hugsanleg þessa margfrægu ábyrgð og allt ...
Og sá sauðsvarti gerði athugasemd.
Smáborgararnir við. Okkur væri nær að halda kjafti og samgleðjast fraukunni að hafa sig upp Ártúnsbrekkuna með ábyrgðina á hoknu bakinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 20:18
Bræluskratti um helgina.
Segi kannski ekki svona, en bræla samt, ekkert skemmtibátaveður
Sem er í lagi, við eigum ekkert undir því að færa björg í bú. Við erum bara að njóta lífsins.
Sem auðvitað kafli út af fyrir sig.
Núna er erum við upptekin af því hvort Hanna Birna þiggur boðið? Hún kastaði boltanum. Vill hún samstarf?
Eða kýs hún bræluskrattann?
Þyggi hún boðið þá teljum við, að ekki verði langt til þess að við sjáum til sólar. Eða maður á mann í brúnni. "Karlinn" veit að hann er aldrei einn. Spennandi tímar í Gnarreborg..
Dægurmál | Breytt 13.6.2010 kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 18:12
Sjómannadagur að kveldi komin..
Áhöfn Golu RE. 945 komin heim og búin að sturta sig. Sem kemur öllum við ekki satt?
Við upplifðum gömlu góðu tilfinninguna að nú er fólk farið að fjölmenna niður á höfn enda fullt tilefni til. Sól og blíða og frábær skemmtiatriði við allra hæfi.
Þó var það mín upplifun enn og aftur, að það erum við. Fólkið. Sem glöddu hvort annað með því einu að vera til og spóka okkur i blíðunni við höfnina.
Og Víkin, Sjóminjasafnið frábæra sem gleður unga sem aldna. Þarna hefur tekist svo vel til að það hálfa væri nóg. Þvílíkur hafsjór um sögu útgerðar á Íslandi?. Við hjónin förum með vissu millibili og það er alltaf eitthvað nýtt að sjá.
Safnið er á hreyfingu. Við höfðum það á tilfinningunni í dag að núna væri verið að endurvekja daginn. Dag sjómanna. Það gladdi okkur tvö, sem ólumst upp við það að lífið væri saltfiskur.
Þjóðin gleymdi því um tíma, en er farin að sækja aftur í raunveruleikan. Íslenskan raunveruleika.
Raunveruleika Sölku Völku. Sem átti part í árabát og gekk í karlmannsfötum. Sem minnir okkur á að kona getur sýnt "karlmennsku og verið drengur góður"
Sem við hefðum betur viðurkennt fyrr. En-Betra seint en aldrei.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2010 | 20:08
Þú ert það sem þú étur segja sumir. Ég er það sem ég hugsa.
Fullyrði ég, stýrimaðurinn á Golu RE 945. Áhöfnin veiddi vænan þorsk á Akureyjarrifi..Og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar kvótalaust fólkið.
Og gröðkuðum hann í okkur á kosningarkvöldinu. Þvílíkt lostæti drottinn minn sæll og glaður..
Skipstjórinn eldaði hann með þeim hætti að það gleymist seint ef nokkurn tíma. Viðkvæma manneskjan ég, hugsaði : Grey þorskurinn, þar sem hann lá og engdist á dekkinu. Hann gapti með vissu millibili þar til hann gafst upp.
Svolítið eins og Framsóknarflokkurinn. Þetta ku heita sjálfbær búskapur. Það er að segja að drepa ekki meira en þú étur.
Sem aftur minnir mig á íhaldið sem lofar meiru en það getur staðið við. Og mörg okkar trúa.
Vinstri flokkurinn okkar Græni fær ekki sanngjarna meðferð, enda kunnum við íslendingar ekki að meta það fólk sem mokar flórinn á hverjum tíma.
Pólitíska minnið dapurt. Og-við súpum seyðið af því kjörtímabil eftir kjörtímabil.
Besti flokkurinn er kannski illskástur þegar upp verður staðið...
Lofar engu, lýgur ekki. Eitthvað sem við íslendingar þekkjum ekki og erum hrædd við.
Kiljan var einhverju sinni spurður: Hvað er ást?. Ég veit það ekki svaraði Nóbelhafinn, en sértu spurður, þá ljúgðu maður ljúgðu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2010 | 21:24
Ó borg mín borg mín borg...
Hugsuðum við siglandi inn í Víkina fögru í gærkvöldi.
Ekki langt að komin elskurnar mínar enda leitum við ekki langt yfir skammt. Ekki lengur, hafandi lært að sumt af því allra besta er í nærumhverfinu.
Eins og miðborg Reykjarvíkur sem iðar af dásamlegu mannlífi á sólskynsdögum..Miðborgin iðar af öllu því sem til er í mannsorpinu.
Mér og þér..Mínu áliti og þínu um það sem fyrir augun ber.
Samtali við samferðafólk um að þessi sé of grannur og hún of feit? Ef áhugi okkar er þar...Eymundsson er áhugi okkar. Og Guðbergur komin með skáldsöguna Missir. Stílsnillingurinn sjálfur. Ingibjörg Hjartar með Hlustarann. VEISLA um borð.
Þessa mynd tók ég siglandi inn í Víkina og hugsaði með mér. "Skildi vera elskast meira í þessum húsum" Eins og frændi minn Ólafur Haukur Símonarson spurði í sjónvarpsmynd sem varð umdeild á sínum tíma.
Og ég spyr, má ekki endurtaka spurninguna?
Er elskast meira í flottum húsum ? NEI, ekki aldeilis.
Á leiðinni inn í borgina ber fyrir augun Húsið sem þjóðin er að byggja "Hvað sem það kostar" Arfur frá drengjunum sem áttu sér draum.
Draum sem er okkur of dýr. Okkur sem tókum við eldinum "Þegar frá var horfið"
Sem kostar okkur þegar er upp staðið eina miljón á sætið á sýningar til þess að "Draumurinn" rísi undir sér.
Ekki báðum við um þessi ósköp. Okkur nægði mannlífið í allri sinni dýrðlegu mynd.
Ég aðeins of grönn . Maðurinn minn flottur en farið er að hötta fyrir "perustefni" Og hvað með það. Reykjarvíkurhöfn anno 22.05.10.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)