Hrossakjötsveisla í Höllinni.

Hrossakjötsveisla.Kristján bauð til veislu í höllinni á laugardaginn. Snæddur var góðhestur ofan úr Kjós og skolað niður með appelsíni. Ekki fór sögum af því hversu góður Skjóni var á fæti, en góður er hann í munni.

Að sögn Stjána er galdurinn við að fá svo gott saltkjöt þessi. "Salta kjötið strax eftir fláningu, meðan það er enn heitt, þá bráðnar saltið strax inn í kjötið".

Hvort það er að þakka hversu gott kjötið var, gríðarleg þekking Stjána í matvælafræði, eða að Skjóni var á góðum aldri fyrir tunnuna þekki ég ekki. 

Ingibjörg, Kristján.

Hér eru Kristján og Ingibjörg við bát sinn Súlu í Hvammsvík síðastliðið sumar.

Stjáni missti gleraugun sín í Reykjavíkurhöfn, tvískipt og rán dýr. Eðlilega afskrifaði hann gleraugun strax. Frúin var ekki á sama máli og fór að dorga eftir þeim með veiðistöng. Eftir rúma klukkustund komu gleraugun upp.

Það er víðar en í pólitík sem getur skilað ótrúlegum árangri að dorga í gruggugu vatni.

 

 

Súla.Súla á siglingu inn Hvalfjörð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband