Veisla í Kærleikshöllinni.

Eyfi við pottanaEyfi bauð til veislu í Kærleikshöllinni í dag. Þar var alvöru kokkur á ferð, langskólagenginn í faginu.

Það sem boðið var upp á var. Forréttur, humarsúpa, graflags ( að hætti Eyfa) og brauð. Aðalréttur, nauta og hreindýrakjöt með salati. Þessu var skolað niður með appelsíni. Á eftir var kaffi og konfekt.

Það var mál manna að nú þurfi aðeins að fara að slaka á í veisluhöldum og fara að sinna bátunum. Enda styttist í vorið.

 

VeislugestirVeislugestir sestir að setjast að snæðingi. Óli, Hafliði, Kristmundur, Eyfi, Steini, Jóhannes.

Það sést aðeins í Golu RE 945. Ég er langt kominn með að bóna. Það er ekki margt sem þarf að gera í vetur, en það tínist alltaf eitthvað til.

Tók eftir því áðan að það er aðeins varið að smita með öxlinum á vatnsdælunni. Best að skipta um hana. Þó að þetta sé aðeins smit, þá er eina breytingin sem verður að það fer að leka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær matur hjá Eyva.

Takk fyrir mig.

Steini

Steini (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband