Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
30.5.2008 | 19:52
Sjómannadagur hjá áhöfninni á Golu RE 945
Nú erum við komin í Reykjavíkurhöfn og ætlum að vera hér á sjómannadaginn og njóta þeirra viðburða sem boðið er upp á.
Eftir að hafa sett flöggin upp röltum við upp á Landakot, til að hitta gæran vin okkar Árna Bjarnason sem er að jafna sig eftir veikindi. Það var bjart yfir karli.
Í bakaleiðinni fórum við á Hamborgarabúlluna. Með fullri virðingu fyrir hamborgurum, verður fæðið flottar um borð á morgun.
Auk þeirrar dagskrár sem boðið er upp á hér í 101 er Snarfari með hátíðardagskrá í Snarfarahöfn bæði laugardag og sunnudag. Dagskráin hefst kl.13:00 báða dagana. Þar er meðal annars, bátasýning, sigling og margt skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna, td. bátasmíði þar sem skaffað er efni og tól til smíðanna. Bátunum er síðan fleytt á tjörn og veitt verðlaun fyrir handbragð og sjóhæfni. Hoppukastali fyrir þau yngstu. Dagskráin er nánar auglýst á heimasíði Snarfara.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 10:30
Elliðaárvogurinn er að fyllast af drullu.
Það er með ólíkindum að hafa starfsemi í íbúðarhverfi, eins og þá sem Björgun er með í Elliðaárvogi. Nú hugsa eflaust flestir, Björgun var þarna fyrir þegar íbúarnir fluttu. Það er rétt, en Björgunvar sögð á förum, þó þess sé hvergi getið í kaupsamningum. Í þurru veðri og vindi fýkur fínt ryk úr haugunum út um allt. Það er engu líkara en verksmiðjan leggi okkur í einelti. Í vestan átt fýkur óþverrinn á heimili okkar og smýgur inn um rifur á gluggum. Austan áttin fer með drulluna yfir bátinn okkar, sem er í Snarfarahöfn. Ég þreif bátinn á fimmtudagskvöldið, áður en við lögðum af stað í gærkvöldi máttum við endurtaka þrifin.
En þetta er ekki það versta, þegar Björgun er farin þrífum við rykið frá henni í síðasta sinn og allt verður eins og starfssemin hafi aldrei verið þar. En ekki í Voginum. Fínasta efnið rennur út með skolvatninu frá efninu og er að fylla Voginn. Það eru farnar að myndast eyrar þar sem var töluvert dýpi áður og djúpristir bátar taka niðri þar sem dýpi á að vera nægjanlegt. Höfnina í Bryggjuhverfinu er verið að dýpka í þriðja sinn, hún fyllist jafn óðum. Efnið kemur líka inn í höfnina hjá okkur í Snarfara, sama er með rennuna frá höfninni. Þessar drullusendingar frá Björgun hafa kostað okkur stór fé.
Á tyllidögum er talað um Elliðaárnar og Voginn, sem einstaka náttúruperlu í miðri höfuðborg. Við sem bryðjum rykið og ströndum bátunum í óþverranum vitum betur. Það er ekki langt síðan holræsi sem lá út í Voginn var lokað. Lagsinn gat þá fengið sér þar að éta, áður en hann gekk upp í ána.
Hvers vegna mótmælir almenningur ekki eyðingu á þessari náttúruperlu. Hvar eru Lopapeysujúðarnir sem mótmæla hverri skóflustungu sem tekin er í atvinnuskini, eða þarf starfsemin að vera norðan Holtavörðuheiðar og austan Hellisheiðar, til að þeir mótmæli.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 15:40
Rólegur dagur í Reykjavík hjá áhöfninni á Golu.
Við höfum verið hér og slappað af í dag. Lífið hefur verið með rólegra móti við höfnina, miðað við hvað veðrið er gott. Una og Bjössi litu við í kaffi með krakkana.
Heiðrún María.
Árni Rúnar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 16:55
Starfsmenn Rafmagnsverkstæðis Eimskip grilla í Þerney.
Við, vinnufélagarnir á Rafmagnverkstæði Eimskip, ásamt Hallgerði stýrimanni á Golu grilluðum á fleka sem við Snarfélagr eigum á Þerneyjarsundi. Þetta var fínn túr, eins og á að vera á góðra vina fundi. Það var of hvast til að við gætum borðað á flekanum, þrátt fyrir að við settum skjólvegginn upp. við borðuðum því um borð í Golu, svolítið þröngt fyrir 10 manns, en þröngt mega sáttir sitja. Allir höfðu sæti við borð, sjö uppi í stýrishúsi og þrír niðri í lúkarnum. Því miður var eitthvert vesen á myndavélinni hjá mér, þannig að ég get ekki sýnt ykkur neinar myndir. Það voru fleiri með myndavélar, þannig að ég get sýnt myndir eftir helgi. Við skiluðum strákunum í Snarfarahöfn um kl. hálf tíu.
Við Hallgerður ætluðum síðan að sigla í Hvammsvík. Lilja og Neisti fóru þangað fyrr um kvöldið. Eftir að hafa horft á veðurspá á Belging og talað við þau sem voru í Hvammsvík ákváðum við að bíða til morguns. Lilja og Neisti komu í Snarfarahöfn um eitt leitið, höfðu farið úr Hvammsvík vegna veðurs. Austan áttin er oftast hund leiðinleg þar, enda stendur þá beint upp á víkina.
Eftir hafragraut í morgun sigldum við á Golu í Reykjavíkurhöfn. Við höfum verið hér í dag, notið mannlífsins og þess sem boðið er upp á, á listahátíð. Þegar við komum út úr Hafnarhúsinu eftir að hafa skoðað sýninguna þar sagði ég Hallgerði, "hefði þetta drasl verið í geymslunni heima, og ég í tiltekt hefði því öllu verið hent".
Nú eru Helga og Steini á Neista komin. við verðum hér í nótt, sjáum svo til í fyrramálið hvort við borðum hafragrutinn hér, eða í Þerney.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 21:57
Bilaður rafmagnsstrengur og brotin bryggja í Hvammsvík.
Hvammsvíkurnefnd fór í Hvammsvík í gærkvöldi til að gera við bilaðan jarðstreng. Við fundum fljótlega hvar bilunin var og viðgerðin tókst vel.
Víð fórum líka til að athuga með bryggjuna, hafandi upplýsingar frá Pétri, að hún gengi óvenju langt til norðurs, þegar vindurinn stendur þannig á hana. Við athugun komu í ljós brestir í langböndum í fjöruborðinu. Ekkert efni var á staðnum til viðgerða. Meiningin er að fara um helgina með efni og gera við bryggjuna.
Hér erum við Hafliði að setja bút í strenginn.
Hafliði og Steini að ganga frá samsetningu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 10:42
Náttfari ÞH 60
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2008 | 15:39
Hvítasunna í Reykjavíkurhöfn.
Þessi fiskur verður fínn eftir tvær vikur. Ég fékk hann síðastliðinn fimmtudag. Hann hefur legið í bala síðan og er komin fín lykt af honum.
Afrakstur af fiskiríinu var 11 spyrður, 30 kg. af þorskflökum og einn steinbítur.
Við vorum í Reykjavíkurhöfn í gær. Þetta glæsimenni var að viðra sig á Ægisgarðinum þegar við komum. Það var verið að steggja hann.
Við erum oft þarna á sumrin, á góðum degi iðar allt þar af mannlífi. Ég er hissa á því hvað Skemmtibátaeigendur sjást þarna sjaldan.
Þessir komu á sæþotum í blíðunni. Það má sjá að það er farið að rjúka úr grillinu.
Stýrimaðurinn sestur að veisluborði. Fæðið um borð í Golu er fyrsta flokks.
Þegar ég vaknaði um sjö leitið í morgun var þessi elska búin að elda hafragrautinn. Hafragrautur er alla morgna þegar við erum um borð.
Sigrún og Gauti litu við. Þau voru á leið í brúðkaupsveislu um borð í Sæbjörgu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 21:32
Sigurður AK 107
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 16:33
Bryggjan í Hvammsvík komin á flot.
Við settum bryggjuna út í dag og tengdum vatn og rafmagn. Hún er nú tilbúin til notkunar. það er von okkar í Hvammsvíkurnefnd að sem flestir félagsmenn og þeirra gestir noti sér þessa frábæru aðstöðu í sumar. Næst ligur fyrir að útbúa bólin og flekann, sem við setjum niður norðar í víkinni.
Smellið á myndirnar með músinni, til að sjá textann.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 17:08
Varðandi skipstjórnarréttindi á skemmtibát.
Ég fagna því að nú hefur verið tekið af allan vafa um að það þurfi skipstjórnarréttindi til að stjórna skemmtibát, 6 m. og lengri.
En mér finnst miður að samgönguráðherra hefur ekki nýtt sér heimild í lögum og krafist réttinda fyrir skipstjóra á skemmtibátum styttri en 6 m. en vélarafl er meira en 55 kW.
Töluverð aukning hefur orðið á skemmtibátum styttri en 6 m. með vélar sem eru á þriðja hundrað hestöfl. Ganghraði þessa báta getur verið 70 til 90 sm/kls. Bátarnir eru mest notaðir til að draga sjóskíði, fallhlífar, slöngur og þess konar búnað. Síðan eru þeir auðvitað notaðir til kappsiglinga.
Sama á við um sæþotur, þar er mikil aukning. Þær eru með vélar sem eru um 200 hestöfl. Ganghraði er um og yfir 70 sm./kls.
Þessi tæki eru mest að sigla á hafnarsvæðum og í kringum hafnir, þar er skipa og báta umferð oft mikil. Margir stjórnendur þessara tækla eru ti fyrirmyndar. En það er ekki hægt að leggja þessi tæki að jöfnu við litla báta sem ganga 5 til 7 sm./kls. En það virðist vera gert í reglugerð samgönguráðherra.
Allt of margir virðast enga grein gera sér fyrir þeirri hættu sem þeir skapa sér og öðrum með vítaverðri hraðsiglingu þvers og kruss og engar siglingareglur eru virtar. Með þessu háttarlagi eru þeir jafn hættulegir umhverfi sínu og óvitar með byssu.
Mér finnst að krefjast ætti einhverrar lámarks þekkingar á siglingarreglum fyrir stjórnendur þessa tækja. Eðlilegt gæti talist að gerðar væru sömu kröfur og gerðar eru til stjórnenda báta með takmarkað farsvið. Þessi tæki eru að fara um sama svæði. Ég hitti oft fólk sem kemur á þessum hraðbátum og sæþotum frá Reykjavík og Hafnarfirði, í Hvammsvík, sem er innst í Hvalfirði.
Vegna þess að legið hefur fyrir í nokkurn tíma að krafist yrði haffæris og réttinda fyrir skemmtibáta lengri en 6 m. hefur eftirspurn eftir bátum styttri en 6 m. aukist. flestir þeir bátar eru með stórar vélar.
Aðeins hefur hvarfað að mér að eitthvað spili þarna inni bátar sem eru leigðir út til sjóstanga veiði. Þeir eru styttri en 6 m. og trúlega með stærri vél en 55 kW. Er verið að sníða reglugerðina að þeim ?
Ég skora á samgönguyfirvöld að taka þetta mál til athugunar sem fyrst. Ég hef skrifað samgönguráðherra bréf vegna þessa.
Dægurmál | Breytt 13.5.2008 kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)