Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Bátafólkið á þriggja ára brúðkaupsafmæli í dag 20.07.10

Sagan segir það heita Leðurbrúðkaups afmæli? Af hverju leður er mér hulið, alveg gjörsamlega. Hvað okkur hjón varðar erum við ekki töffarar mér dettur  eitthvað perralegt í hug þegar ég heyrir þetta orð!

Sjómannadagur.

Hvorugt okkar erum hardkor karaktera eða masókistar. Veit einhver hvað þetta leður þýðir?

Við höfum þekkst í fimm og hálft ár og erum farin að kunna þokkalega vel við hvort annað. Já bara nokkuð vel. Ég elska peyjann og við erum enn ástfangin en það sem er best, er vináttan sem er sönn og gegnheil.

Við upplifum bæði að hafa þekkst svo miklu lengur en þessi rúmu fimm ár.

Þegar ég vaknaði í morgun sagði ég við minn heitt elskaða: Til hamingju með daginn ástinn mín.

Ég vildi svo sannarlega eiga svipinn á karli á filmu til að sýna ykkur!  Þessi svipur sem kemur á mann sé maður staði að verki við eitthvað ekki gott.

Það sem meira er ég heyrði braka í heilasellum hans þar sem hann barðist við að muna af hverju? Hann: sömuleiðis ástin mín. !

Ég ákvað að þegja og kanna hvort hann hefði munað. Geispi, jæja við ætlum að sigla í Grundarfjörð í dag er það ekki sagði gamli?

Já.

Leggst það ekki vel í þig?

Jú.

Þrúgandi þögn.

Heyrðu, hvaða dagur er í dag spurði hann?

20.07.10 Árni!

Þá eigum við enn eftir tíu daga af ferðinni.

Já.

Kíki hann hér inn í dag þá sér hann hvað hann er rómantískur maður. Sem hann er ....Heart

En ekki eftir neinni bók. Hann er þegar upp er staðið einn rómantískasti peyi sem ég hef hitt..En hann tekur það eigin forsendum. Heart Sem svínvirkar.


Hann ku halda sér vel maðurinn minn..

Og þá er verið að tala um hvað hann lítur vel út "miðað við aldur" Við erum allt okkar líf að miða við eitthvað. Höfum þessi býsn fyrir því að verða menn með mönnum en fljótlega fer það að gleða hvað við (Mörg okkar ) lítum vel út þrátt fyrir að vera orði 25 ára! Hann er til vinstri á þessari mynd, hinn heitir Jónas Hreinsson.

Árni Páls og Jóndi Stennu.

Við hjónakornin gengum á Súgandisey hér í Stykkishólmi og þar var krökkt af fólki í eindæma veðurblíðu. Þegar upp var komið vildi maðurinn mynda sína við vitann sem var auðsótt mál. Fyrir neðan okkur lá ung og falleg kona sem sagði við manninn sinn: Af hverju tekurðu aldrei mynd af mér?

Maðurinn minn brást "karlmannlega við og tók myndir af henni. Við tókum tal saman þetta var skemmtileg kona á allra besta aldri. Spurt : Hvaðan ertu og allur sá pakki. Hún var auðvitað utan af landi það er bara eitthvað sem einkennir það fólk. Eitthvað gott.

Sagðist vera fædd og uppalin á Bláfeldi sem er veðurathugunarstöð í dag.

En býr í Ólafsfirði. Slíkt var denið hjá manninum mínum að ég gleymdi að spyrja hvort hún þekkti hana Stínu Adolfs frænku mína.

 

IMG_4717

Í samtalinu var þreifað á hvort hún þekkti þennan eða hinn að norðan..Kapteininn sagði, auðvita manstu ekki eftir því þetta var fyrir 100 árum. Ertu klikk þú ert svo ungur sagði þessi fallega unga kona!

Takk sagði sá gamli og veðraðist allur upp. Þarna sá ég að gamlir símastaurar geta blómgast aftur.

Lífið er gjöfult alla vega fyrir þau okkar sem líta vel út miðað við, veit það nokkur..?

Myndirnar af umræddu fólki sýna auðvitað að hér er engu logið.


Snemma beygist krókurinn, til þess er verða vill.

Árni Páls, Ásgeir Svenna, Erna Bulla.Jóndi Stennu sendi mér þessa skemmtilegu mynd. Á henni eru undirritaður, Ásgeir Svenna og Erna Bulla.

Við erum þarna að róa á höfninni heima á Raufarhöfn, í stafa logni, sem oftast er þar. Það er sko ekkert bensínleysi að trufla för þarna.

Það er annars að frétta frá okkur á Golu, að við erum í enn einum logn og sólardeginum hér í Hólminum.

Mér dettur í hug saga sem ég heyrði fyrir löngu af karli frá Grindavík. Hann var staddur á sólarströnd í fyrsta og eina sinn. Þegar hann á fimmta degi vaknaði í logni og sól. Þá heyrðist karlinn tauta, hér er alltaf sama helvítis veðrið, hingað fer ég aldrei aftur.

En við eigum eftir að fara aftur í Breiðafjörð.


Nú er verið á brettinu og það skuldlaust

Enda brakandi þurrkur hér í Hólminum. Ekkert vatn að fá í Flatey eins og alþjóð veit. Stýrimaðurinn muldi úr fatnaði en Skipstjórinn vatt, hann er svo sterkur þessi elska.

IMG_4691Honum er margt til lista lagt drengum.Heart

Eitthvað vöktu þessi tilþrif hans athygli því hann var myndaður í bak og fyrir af túristum. Honum leiddist það ekki!

Það hefur vakið athygli okkar allstaðar sem við erum, að túristar leggja allir leið sína niður á höfn.

Margir búa auðvitað á stöðum þar sem aldrei sést il sjávar. Engin önnur skýring.

Hér í Hólminum eru mörg falleg endurgerð hús sem hrein unun er að skoða.  Í sumum er búið en öðrum einhver starfsemi..

Útsýnið frá Golu þessa dagana.

 

Auðvitað sér maður danska yfirbragðið á þeim. Ég gæti svo innilega hugsað mér að búa í svona húsum. Það er einhver rómantík yfir þeim og trúlega meira elskast?

Súla kom siglandi frá Flatey í morgun og fyrsta verk hjónanna var bað í sundlauginni. Úti í Flatey eru enn Stjarnan, Helga Sigtryggs, og Kristín og Ýmir. Óvenju margir bátar.

Sem er skrítið miðað við flotann sem liggur bundin við Höfn í Snarfara..Jú Marás. Neisti og Lilja voru hér á dögunum hafandi farið vestur fyrir..

Það er ekkert atriði hjá okkur að flanda um allan sjó ekki síst ef veðrirð er svona gott. Allt til alls um borð nema sturta þó smúla megi mannskapinn aftrá. Kær kveðja til ykkar sem kíkið inn á bloggið okkar..Heart


Er drengurinn þinn um borð?

Hallgerður stýrimaður með rúllur.Spurði gamall trillukarl í dag? Nei nei hann er fyrir sunnan, ný komin af Hornbjargi úr göngu með konunnin sinn.

Nú, er þetta ekki sonur þinn áréttaði sá gamli? Hver, spurði ég? Sá sem kom siglandi á Golu RE 945 inn í Stykkilshólm hélt hann áfram.

Um hvað ertu að tala manndjöfull, nú var farið að fjúka í Stýrimanninn.

Mér finnst ég kannast við hann, er hann ekki frá Raufarhöfn? hélt hann áfram.

Sonur minn? Nei hann fæddist á Egilstöðum upplýsti ég þennan leiðinda gaur.

Rafvirki á Haferninum.Nei hann fæddist á Raufarhöfn hélt gleðigjafinn áfram.

Þarna var fyrir mína parta komið að kveðjustund, djöf..sem karlinn var ruglaður!

Hann heitir Árni Pálsson ég man svo vel eftir honum.

Hann er maðurinn minn! Jæja gæskan ertu konan hans? Jáháaaaa!

Hvað ertu gömul "væna" spurði húmoristinn?

Alveg nógu gömul kallinn minn.

Lastu Önnu frá Stóruborg í æsku hélt þessi leiðindagaur áfram.

Nú fylltist mælirinn...Komdu þér upp á bryggju karl andskoti og láttu ekki sjá þig aftur.

Það koma ekki allir dagar i böggli sagði amma mín. Þetta var einn af þeim..Angry..

 


Björgunaræfing hjá áhöfninni á Stjörnu.

Stjarna.Stjarnan kom hingað í Flatey í dag. Guðmundur skipstjóri ákvað, eftir að þau höfðu lagst á legu hér í Hafnarey að halda björgunaræfingu, um hvernig ætti að meðhöndla slöngubát.

Fyrst var bátnum hent í sjóinn. Við á Golu og farþegar á Stjörnu horfðum opinmynt á aðfarir.

Fyrst fór Guðmundur skipstjóri um borð í slöngubátinn. Síðan stökk skipstjóraflúinn um borð, þó þannig að tryggt væri að bátnum myndi hvolfa. Það gekk eftir.

Þau hurfu í djúpið. Fyrst skaut Guðmundi upp. Guðmundur lýsti aðstæðum, um leið og hann tróð marvaðan. Síðan skaut frúnni upp, með fangalínuna á bátnum í kjaftinum. Hún synti knálega að Stjörnunni, þar sem Guðmundur tók bátinn og snéri honum á réttan kjöl, af ótrúlegu öryggi, og greinilega æfðum handtökum.

Það var samdóma álít allra viðstaddra að önnur eins tilþrif höfum við ekki séð.

Súla og Gola.Súla kom síðar í dag. Þau misstu af æfingunni. Ég vona að það komi ekki að sök.

Við á Golu siglum í Hólminn á morgun, orðin vatnslítil. Í Hólminum eigum við von á börnum og barnabörnum í heimsókn á föstudag.

 


Bensínlaus á miðjum Breiðafirði..

Er slæmt svona ykkur að segja, öll þessi sker og Eyjar sem enn hefur ekki tekist að kortleggja að maður tali nú ekki um strauma hingað og þangað. Hvað veit ein kvennmansnift um strauma.

Mér vill alltaf eitthvað til var mín fyrsta hugsun og skimaði í allar áttir, ekki kjaftur svo langt sem augað eygði.

Af hverju ég var það fyrsta sem poppaði upp í mínum sjálfhverfa kolli. Ferðin hefur gengið svo vel með einni undantekningu sem ég er búin að gleyma núna. Minnir að það hafi haft með bræluskratta að gera.

Hvar voru allir, hér er víst alltaf krökkt af ferðamönnum.. Nú voru góð ráð dýr ég er ekki að tala um verðið á bensíni heldur bensínskortinn, ég skyldi borga það verð sem upp yrði sett..

 Átti ég að leggja ára í bát?  Nei,  þvert á móti ég átti auðvitað að taka þær upp af botninum og  hefjast handa, ekkert annað og róa í land. Og læra það að utanborðsmótor þarf bensín. Og það nóg af því.  Svo nú réri Langbrókin í land í fyrsta skipti hratt og örugglega og hugsaði til Þuríðar formanns með með meiri skilningi en áður.


Að sigla þöndum seglum inn í ellina.

Er dálítið skrítið. Ég hef aldrei áður í lífinu skoðað aldur svo neinu nemur. Enda líka alltaf haft meira en nóg að gera.

Stemmt að því að þegar að.....? Ætlaði ég heldur betur að gera eitthvað. Eitthvað sem ég er löngu búin að gleyma núna.

Því miður svona eftir á að hyggja gleymdi ég svo sárlega oft að lifa augnablikið. Plönin komu í veg fyrir það. Og tíminn leið, og líður hjá okkur öllum.

Allt í einu horfir maður fram á það, að það hefði verið gott að staldra aðeins lengur við það sem skiptir mestu máli. Börnin mín og maður. Vinir og stórfjölskylda.

Ég er, svo tekin séu af öll tvímæli lánsöm manneskja. En það er fjarri því  allt mér að þakka. Hef alltaf verið innan um gott fólk.

Fólk sem hefur fyrirgefið mér axarsköft mín, já steingleymt því. Sem ég þakka fyrir..Tel mig líka hafa haft svigrúm fyrir ölduróti minna á hinum ýmsu tímum.

Sitjandi hér á bóli úti í Flatey þar sem ekkert er að gerast annað en að vera til, hnippti heldur betur í mig. Konu sem siglir inn í ellina og saknar smá að hafa ekki oftar verið til staðar fyrir þá sem á mér þurftu að halda.  Hugsum málið..Wink

 Þetta er nágranni okkar síkjaftandi og stundum leiðinlegur en það verður ekki haldin neinn húsfundur um hvort okkar yfirgefur staðinn. Stjórnsýslan hér er kærleikur og virðing fyrir hvort öðru.

Enda er ég með plön um að þegar að...Þá skal nú augnablikið notað. Augnablikið sem kemur aldrei aftur.Við siglum heim, en hann þraukar kaldann veturinn hér í Breiðafirðinum. Og hugsar helvít..hafði nú sú gamla það gott svona eftir á að hyggja.


Þetta er yndislegt líf.

Hallgerður.Enn er sama veðurblíðan. Við höfum verið mest um borð og notið þess að slaka á. Best er að gera sem allra minnst og gera það hægt.

Ýmir fór í Bjarnareyjar seinni partinn í gær. Þaðan fara þau í Stykkishólm, þar sem skipt verður um áhöfn á bátnum.

Helga Sigtryggs og Kristín ætluðu að leggja í hann frá Reykjavík í morgun. Ættu að vera komin hingað í Flatey síðdegis.

Hallgerður.Við fengum okkur göngutúr um Eyjuna í gær og tylltum okkur fyrir utan Hótel Flatey, og fengum okkur einn kaldan.

Síðan les ég fyrir stýrimanninn tvo kafla úr Bör Börssyni daglega. Bör Börsson og auðrónar Íslands eiga margt sameiginlegt. Að fara fram úr sjálfum sér í skefjalausri þrá eftir peningum og völdum.

Það eina sem skilur þá að, er að Bör gerði allt á eigin ábyrgð, en auðrónarnir á ábyrgð almennings. Sömu fíflin, en skaðlegri.

Altaristaflan í Flateyjarkirkju.Við skoðuðum kirkjuna. Baltasar málaði altaristöfluna og loftskeytingu 1964. Mjög tilkomumikið að sjá.


Dreptu ekki meira en þú getur étið (HKL )

  Það er frábært að veiða fisk sér til matar . Nema hvað. Sem við hjónin gerum skuldlaust. Eða réttara sagt maðurinn minn.

Hvað er betra en nætursaltaður fiskur? Þorskur. Eða pönnusteikur með matarjóma og grænmeti. Eigin afurð skiljið?

Þegar þeir komu á dekk voru þeir svo krúttlegir og sætir og sprikluðu lengi lengi.......Þá fór um undirritaða, þetta voru ungir þorskar. Barnaþorskar.

Og ég kom með tillögu, veiðum heldur hvali ástin mín. Þeir eru stærri...! Hugsum um foreldra þeirra sem sjá á eftir börnum sínum á hraðferð  upp á krók hjá einhverju fólki sem á nóg af öllu?

Ég var Ýsa í fyrra lífi og þekki þetta. Að vísu skör lægri en þorskur en með sömu tilfinningarnar. Sá hvali éta heilu ættflokkana af þorski og ýsu svo ég hef harma að hefna.

Réttu mér beitta hnífinn skipaði Kapteinninn! Af hverju spurði ég. Nú það þarf að blóðga þá umlaði maðurinn standandi með þorsk upp á mið læri. Og drápsglampa í augum.

Þeir meiða sig, er það ekki spurði stýrimaðurinn sjóhræddi? Hallgerður ertu  Vestamannaeyingur eða ekki? Láttu ekki nokkurn mann heyra þetta rugl kona. Eitthvað er nú farið að reyna á selsskapinn drottinn minn sæll og glaður. Pinch ..

Þessari elsku til afbötunar, er að hann verkkvíðin. Enda landburður af fiski. Við eigum sko krók og höfum auðvitað "leyfi" til að nota eigur okkar. Eða krókaleyfi. Erum að verða uppiskroppa með salt..Hvítt salt, engan gulan hroða veskú..

Er farin í sex blautþurrkna fótabað enn í Eyjunni Flötu og komið er stórstreymi. Hér er munur á flóð og fjöru sex metrar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband