Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
26.1.2013 | 17:49
Veisla í Kærleikshöllinni.
Eyfi bauð til veislu í Kærleikshöllinni í dag. Þar var alvöru kokkur á ferð, langskólagenginn í faginu.
Það sem boðið var upp á var. Forréttur, humarsúpa, graflags ( að hætti Eyfa) og brauð. Aðalréttur, nauta og hreindýrakjöt með salati. Þessu var skolað niður með appelsíni. Á eftir var kaffi og konfekt.
Það var mál manna að nú þurfi aðeins að fara að slaka á í veisluhöldum og fara að sinna bátunum. Enda styttist í vorið.
Veislugestir sestir að setjast að snæðingi. Óli, Hafliði, Kristmundur, Eyfi, Steini, Jóhannes.
Það sést aðeins í Golu RE 945. Ég er langt kominn með að bóna. Það er ekki margt sem þarf að gera í vetur, en það tínist alltaf eitthvað til.
Tók eftir því áðan að það er aðeins varið að smita með öxlinum á vatnsdælunni. Best að skipta um hana. Þó að þetta sé aðeins smit, þá er eina breytingin sem verður að það fer að leka.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2013 | 17:14
Hrossakjötsveisla í Höllinni.
Kristján bauð til veislu í höllinni á laugardaginn. Snæddur var góðhestur ofan úr Kjós og skolað niður með appelsíni. Ekki fór sögum af því hversu góður Skjóni var á fæti, en góður er hann í munni.
Að sögn Stjána er galdurinn við að fá svo gott saltkjöt þessi. "Salta kjötið strax eftir fláningu, meðan það er enn heitt, þá bráðnar saltið strax inn í kjötið".
Hvort það er að þakka hversu gott kjötið var, gríðarleg þekking Stjána í matvælafræði, eða að Skjóni var á góðum aldri fyrir tunnuna þekki ég ekki.
Hér eru Kristján og Ingibjörg við bát sinn Súlu í Hvammsvík síðastliðið sumar.
Stjáni missti gleraugun sín í Reykjavíkurhöfn, tvískipt og rán dýr. Eðlilega afskrifaði hann gleraugun strax. Frúin var ekki á sama máli og fór að dorga eftir þeim með veiðistöng. Eftir rúma klukkustund komu gleraugun upp.
Það er víðar en í pólitík sem getur skilað ótrúlegum árangri að dorga í gruggugu vatni.
Súla á siglingu inn Hvalfjörð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2013 | 13:10
Gleðilegt nýtt ár.
Kæru vinir. við áhöfnin á Golu RE 945 óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir það liðna.
Síðastliðið sumar var gott siglingasumar, en vorið svolítið kalt.
Áætlað var að sigla vestur á firði og á strandir. Þegar við byrjum í sumarfríi var komin norðan átt og kuldi fyrir vestan og virtist ætla að liggja í henni. Við breyttum áætlun, lensuðum fyrir Reykjanes, til Eyja. Vorum þar á þriðju viku, í renni blíðu.
Annars vorum við í Faxaflóanum. Gistinætur um borð í sumar voru 58.
F.P.F var með veislu í Þerney í maí. Siginn fiskur, svartfuglsegg, reyktur rauðmagi og fleira góðgæti.
María og Sigtryggur litu um borð í Eyjum. María átti stór afmæli þann dag. Við buðum þeim í siglingu, í tilefni dagsins.
Við erum mikið í Suðurbuktinni í Reykjavíkurhöfn. Þar iðar allt af lífi, alla daga. Þar er gott að vera.
Um verslunarmannahelgina vorum við, ásamt fleiri bátum í Hvammavík.
Hafliði og Steini buðu til mikillar fiskiveislu í Höllinni í hádeginu, síðasta laugardag ársins.
Það eru fleiri myndir frá sumrinu í albúmi merkt 2012
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)