Færsluflokkur: Dægurmál

Freyja VE 260

Freyja VE 260Freyja VE 260. Sm. í Danmörku 1954. Eik. 51 brl. Vél 265 ha. Alpha. Eig. Sigurður Sigurjónsson og Ágúst Matthíasson, Vestmannaeyjum, frá 18. jan. 1955. 14. maí 1963 var skráður einn eig. Sigurður Sigurjónsson, Vestmannaeyjum. Báturinn var seldur 29. ág. 1969 Þór Guðmundssyni og Friðrik Sigurbjörnssyni, Reykjavík, báturinn hét Sigurberg RE 97. 1970 var sett í bátinn 335 ha. Caterpillar vél. Seldur 15. nóv. 1971 Guðmundi Óla Sigurgeirssyni, Ólafi Águstssyni og Kára Hermannssyni, Grindavík, báturinn hét Sigurberg GK 85. Seldur 14. des. 1976 Sæhrímni h/f Þingeyri, báturinn hét Sæhrímnýr ÍS 100 Seldur 31. maí Baldri Arasyni og Braga Arasyni,  Hvammstanga og Sigfúsi Guðmundssyni, Kolbeinsá, Hrútafirði, báturinn hét Tumi HU 100. Seldur 16. nóv. 1978 Fannbergi Jóhannssyni og Sverri Fannbergssyni, Ólafsfirði, báturinn hét Freydís ÓF 60. Seldur 23. okt. 1981 Sævari Péturssyni Hólmavík. Seldur 23. okt. 1981 Njáli Torfasyni, Kristínu Ársælsdóttur og þórdísi Ólafsdóttur, Tálknafirði, báturinn hét Freydís BA 97. Seldur 28. maí 1982 Jens Jenssyni, Þingeyri, báturinn hét Gunnjóna Jensdóttir ÍS 117. Seldur 23. jan. 1984 Hvammsfelli h/f, Hafnarfirði, báturinn hét Sandafell HF 82. Hann var talinn Ónýtur og tekinn af skrá 27. maí 1988.

Brimir KE 104

Brimir KE 104Hólmanes SU 120. Sm í Noregi 1958. Stál. 137 brl. Vél 280 ha. Brunwall. Eig. Hraðfrystihús Eskifjarðar h/f Eskifirði, frá 28. jan. 1958. Skipið var selt 1. febr. 1965 Jóni Sæmundssyni, Keflavík, skipið hét Brimir KE 104. 1966 var skipið lengt í Noregi og mældist þá 171 brl., þá var sett í það 450 ha. Paxmann vél. Selt 5. jan. 1973 Kaupfélagi Stöðvarfjarðar, Stöðvarfirði, skipið hét Brimir SU 69. 1974 var sett í skipið 640 ha. Cummins vél. Selt 30. okt. 1975 Drangi h/f, Þorlákshöfn. Selt 27. jan. 1977 Sigurpáli Einarssyni, Grindavík, skipið hét Símon GK 350. Það var talið ónýtt og tekið af skrá 20. des. 1979.

Heimild Íslensk skip.


TÁLKNFIRÐINGUR BA 325

Tálknfirðingur Ba 325Tálknfirðingur BA 325. Sm. í V. Þýskalandi 1956. Stál. 66 brl. Vél 280 ha. Mannheim. eig. Hraðfrystihús Tálknafjarðar h/f. tálknafirði frá 17. maí 1956. Seldur 1. apríl 1967 Guðjóni Ólafssyni Vestmannaeyjum, báturinn hét Stakkur VE 32. Seldur 10. febr. 1974 Páli Herði Pálssyni, Stokkseyri, Báturinn hét Stakkur ÁR 32. Seldur 5. okt. 1979 Sigurjóni Helgasyni Stykkishólmi, báturinn hét Andri SH 21. Seldur 29. jan. 1988 Straumnesi h/f Patreksfirði, báturinn heitir Tálkni BA 123 og er skráður á Patreksfirði 1988.

Heimild Íslensk Skip.


HÚNI II HU 2

Húni II HU 2Sm. á Akureyri 1963. Eik. 132 brl. 450 ha. Stork vél. Eig. Húni hf. Höfðakaupstað frá 10. júlí 1963. 1967 var skipið endurmælt, mældist þá 103 brl. Skipið var selt 24. ág. 1972 Eini hf. Hornafirði, Skipið heitir Haukafell SF 111. Skipið er skráð á Hornafirði 1988.

Heimild Íslensk skip.


STAPAFELL SH 15

STAPAFELL SH 15Sm. í Svíþjóð 1959. Eik. 76 brl. 360 ha. June Munktel vél. Eig. Víglundur Jónsson, Ólafsvík, frá 18 ág. 1959. 1967 var sett í skipið 425 ha. M.W.M vél. 1972 var sett í skipið 425 ha. Caterpillar vél. Skipið var endurmælt 1975, mældist þá 71 brl. Selt 28. des. 1975 Ólafi Tryggvasyni og Júlíusi Ingasyni, Ólafsvík, skipið hét Stapi SH 42. Það sökk um 10 sjómílur út af Öndverðanesi 24. ág. 1977. Áhöfnin 3 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát. Síðan bjargaði áhöfnin á Gunnari Bjarnasyni SH 25 frá Ólafsvík mönnunum til lands.

Heimild. Íslensk skip.


HÉÐINN ÞH 57

HÉÐINN ÞH 57Sm. í Noregi 1960. Stál. 145 brl. 400 ha. Stork vél. Eig. Hreifi hf. Húsavík, frá 27. júlí 1960. Skipið var selt 29. des. fiskanesi hf. Grindavík, skipið heitir Geirfugl GK 66. 1977 var sett í skipið 600 ha. Stork Werkspoor vél. 1981 var það lengt og endurmælt, mældis þá 148 brl. Skipið er skráð í grindavík 1988. skipið hefur verið yfirbyggt.

Heimild Íslensk skip.


Hvar er flottasta ruslafatan.

Í gærkvöldi var haldin keppni um hvaða bátur væri með flottustu ruslafötuna.

Árni, Hafliði, Þorsteinn.Árni Pálsson skipstjóri á Golu, Hafliði Árnason skipstjóri á Lilju, Þorsteinn Garðarsson skipstjóri á Neista.

 

 

 

 

 

 

Göturnar, talið frá vinstri. Gola, Lilja, Neisti.Föturnar, talið frá vinstri. Gola, Lilja, Neisti.

 

 

 

 

 

 

Rustlafötu keppni.Sýningu lokið.

 

 

 

 

 

 

Sigurvegarinn þakkar fyrir sig.Það var samdóma álit áhafnarinnar á Golu að okkar fata væri flottust. Hér er sigurvegarinn að þakka öðrum keppendum fyrir drengilega keppni.

Í morgun fór áhöfnin á Lilju og Neista í sund á Akranesi. Þar sem við settum upp þessa fínu sturtu á bryggjuna taldi ég ekki ástæðu til að fara í aðra hreppa til að þrífa mig. Til að geta sýnt "Akranes förunum" að ég hefði notað sturtuna á bryggjunni, myndaði stýrimaðurinn athöfnina. Bent var á að athöfnin stæðist tæpast almennt siðgæði. En þar sem Halla pól myndaði glæpinn tel ég mig hafa óbeint gert lögregluna samseka, trúlega slepp ég með það.

Meiningin var að setja eina af baðmyndunum á netið. En þegar ég sá þetta næpu hvíta fjall á myndunum, brast mig kjark. Ég þarf eitthvað að láta kíkja á myndavélina þegar ég kem heim. Ætli fókusinn í henni sé ekki eithvað bilaður.  


Fleiri bátar bættust við í gærkvöldi.

Von er á fleirum í dag. Myndirnar tala sínu máli.

Neisti.

Lilja

Lilja.

Kristín.

Hallgerður Stýrimaður.

Verið binda Lilju.

Krissa.

 

Kristín, Garðar, Steini.

Í Hvammsvík.


Gola verður í Hvammsvík um helgina.

Gola í HvammsvíkVið Komum hingað um kl. hálf fjögur í dag og verðum fram á mánudag. Von er á fleiri bátum í kvöld og á morgun.

Hér um borð verður sama lúxus fæðið og vent er, allt veitt úr sjó. Hnísa, svartfugl og fiskur. Öllu verður því skolað niður með viðeigandi appelsíni.


Mánaðarlöngum túr lokið, fríið búið.

Við erum búin að vera um borð í Golu síðan 20. júní, ef frá eru taldir þrír dagar í síðustu viku. Það hefur verið blíðu veður allan tíman, að undanskildum fjórum dögum. Betra getur það ekki orðið.

Eins og fram hefur komið byrjuðum við á því að fara til Eyja. Þar dvöldum við í rúmar tvær vikur. Ekki veit ég hvort það að stýrimaðurinn er fædd og uppalin í Eyjum, flutti þaðan 1968, eða að fólkið í Eyjum er svona við alla, að mér fannst ég vera eins og heimamaður síðustu dagana. Hafið þökk fyrir frábæran tíma. Meðan á dvölinni stóð, sigldum við kringum eyjarnar, gengum Heimaey þvera og endilanga, fórum í útsýnisferð með rútu og gengum allar götur bæjarins margsinnis.

Mánudaginn eftir goslokahátíð fórum við að dóla heim á leið. Fyrst fórum við til Grindavíkur, svo til Keflavíkur, þaðan í Hvammsvík í Hvalfirði. Í eftirmiðdaginn á föstudag komum við á Akranes. Við giftum okkur þar, um borð í Golu, fyrir ári síðan.

Meðan við dvöldum á Akranesi buðu vinir okkar, Birna Pálsdóttir og Sigurður Grímsson okkur til sín í sumarhús sem þau eiga í Svínadal. Náðu í okkur á laugardag og skiluðu okkur aftur á Skagann á sunnudag. Við áttum með þeim fínar stundir í skúrnum, eins og allar stundir með þeim eru.

Á mánudagskvöldið héldum við til Reykjavíkur, komum þangað upp úr miðnætti. Þá tóku við þvottar, nóg var af óhreinu taui eftir langan túr, þrátt fyrir að allt væri þvegið í Eyjum. Ég hef mitt fasta hlutverk við þvotta heimilis, það er að koma því sem mér tilheyrir í óhreina taus körfuna í þvottahúsinu. Á einhvern yfirnáttúrulegan hátt skilar það sé svo tandur hreint upp í skáp.

Um hádegi á föstudag fórum við í Hvammsvík á árlega hátíð sem Snarfari heldur þar. Hátíðin tókst í alla staði vel, í frábæru veðri. Við komum heim síðari hluta dags í gær, sunnudag. Þar með var túrnum sem hófst 20. júní formlega lokið.

Ef þið viljið lesa um Hvammsvíkurhátíð og ferðina hefur stýrimaðurinn skrifað um það á sína síðu. leitarorðið er hallgerður. Það er líka hægt að fara þangað hér á síðunni í gegnum mína tengla. Ég læt fylgja hér nokkrar myndir, það eru fleiri myndir frá ferðinni í myndaalbúm, Eyjaferð 2008.

Birna.Birna Pálsdóttir.

 

 

 

 

 

 

SiggiSigurður Grímsson.

 

 

 

 

 

 

Sunnudags morgun.Sunnudagsmorgun á Hvammsvíkurhátíð.

 

 

 

 

 

 

Pétur, Berglind, Sverrir.Pétur, Berglind, Sverrir.

 

 

 

 

 

 

Andrea, Nafni.Andrea, Nafni.

 

 

 

 

 

 

Steini.Steini.

 

 

 

 

 

 

María, Sigtryggur, Stefán.María, Sigtryggur, Stefán.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband