Færsluflokkur: Dægurmál
25.6.2008 | 10:07
Myndir frá hringferð um Eyjar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 16:54
Silgdum í blíðunni í dag.
Við fórum í siglingu kringum Heimaey í dag. Þið getið lesið nánar og skoðað myndir úr ferðinni síðar í dag, á blogginu hjá Hallgerði.
Við mættum þessum félögum sem ég sendi mynd af í morgun, þegar þeir voru að leggja í hann. Hér eru þeir á landleið.
Hér má sjá stýrimanninn njóta veðurblíðu og siglingar. Það má velta því fyrir sér, vegna skrifa hennar í morgun. Sýnist hún vera dekruð kærasta, eða þjökuð eiginkona, ég bara spyr ?
Vera hér í Eyjum er tóm hamingja, en bara rétt að byrja. Þegar við erum búin að snæða saltfiskinn og þann signa sem til er um borð, förum við út og rennum fyrir fisk.
Það sem af er túrnum höfum við ekki borðað annað en það sem kemur úr sjónum. Vesta er að fuglinn er búinn. Þegar við sigldum fram á nokkrar Langvíur áðan, vorum við komin of nálagt Heimakletti, til að ég hefði kjark til að skjóta. Nú fara allar kerlingar, af báðum kynjum á límingunum og segja að fuglinn sé friðaður. Ég veit það vel, en hefði samt tekið þessar fjórar sem þarf í matinn, hefðu þær verið sunnan við Eyjuna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.6.2008 | 11:59
Flestir Eyjabátar eru á sjó í dag.
Þessir félagar réru í morgun, veiðafærið er sjóstöng. Það er ekki mikið pláss fyrir afla. Ef vel veiðist verður aflinn trúlega seilaður utan á bátinn.
Við höfum það fínt hér í blíðunni í Eyjum. Förum í siglingu eftir hádegi. Það er ekki búið að ákveða hvert, en við komum við í Klettsvík. Trompetið er ekki með, svo ég syng fyrir stýrimanninn þegar við komum í hellinn. Ég notast við annarra texta, en ég syng aldrei annarra lög, af óviðráðanlegum orsökum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2008 | 15:55
Gola RE 945 komin til Eyja.
Við komum hingað í eftirmiðdaginn í gær, í logni og sól. Fengum gott lens frá Grindavík, vestan 8 til 10 m/sek. Þegar við áttum eftir 3 mílur í Eyjarnar, datt hann í logn. Stýrimaðurinn segir mér að hér sé alltaf gott veður. Í dag er frábært veður líka, það skildi þá ekki vera eitthvað til í þessu. Við höfum verið að spóka okkur í bænum í dag. Hallgerður hefur verið að lýsa fyrir mér hvernig þetta var allt saman fyrir gos.
Í kvöldmatinn verður svartfugl, bringurnar hafa legið í marineringu frá því í morgun. Eldamennskan á honum verður þannig að við rétt "sýnum" honum grillið, síðan pakkað inn í álpappír meðan kartöflurnar eru brúnaðar.
Þar sem við verðum hér næstu tvær vikurnar ætlum við að hitta hafnarvörð þegar hann kemur til vinnu á mánudag, og reyna að fá pláss við flotbryggju og landrafmagn, það er ágætt að lostna við að keyra ljósavél.
Við ætlum að segja frá því sem fyrir augu ber, meðan við erum hér. þeim sem vilja fylgjast með er bent á að lesa líka bloggið hjá stýrimanninum, leitarorðið þar er, hallgerður. Það er óþarfi að við séum að endurtaka sömu hlutina á báðum síðunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2008 | 22:06
Hnísa...
Er svona ykkur að segja lostæti. Enda sjáið myndina rennilegur og flottur fiskur. Sem verður svona sirka 1,5-2-0 metrar á lengd. Verða sjaldnast þyngri en 50-70 kg.
Og kafar ekki djúpt, hangir þess vegna utan í bátum. Hnísan er á grunnsæfi eins og þið vitið.
Fiskinn veiddi,og gaf okkur, Önundur Kristjánsson móðurbróðir minn, skipstjóri og eigandi að Þorsteini GK 15, sem gerður er út frá Raufarhöfn. Hnísan var grilluð í kvöld. Skuldlaust. Gurme.
Ég var nokkuð djarfur með kryddið. Setti á kjötið eitthvað sem var til um borð, ekki svo naugið með það. Bara að þefa þar til maður er sáttur. Sýndi sneiðunum grilli í sirka 4 mín. á hlið, lét síða "soðna" í álpappír meðan ég brúnaði kartöflur. Borið fram með piparsósu, ristuðum sveppum, sykurhúðum kartöflum og Ora baunum. Getur ekki klikkað. Eftirréttur, sterkt kaffi og snaps af Gamaldansk.
Dægurmál | Breytt 15.6.2008 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2008 | 13:14
Styttri túr á Golu RE 945 en áætlað var.
Við vorum búin að áætla að fara á föstudagskvöldið í Hvammsvík og vera þar fram á mánudag, en vera í Reykjavíkurhöfn á 17. júní. En veðurspá breyttist, það á að ganga í NA. leiðindi aðra nótt. Allar A. áttir eru afleitar í Hvammsvík. Að vísu spá ekki allar spástöðvar þessu, sumar spá betur. Það er Belgingur sem er svartsýnastur núna. Við ákváðum að miða ferðalagið við spána á Belging. Hann hefur oftast reynst nokkuð sannspár, en ekki síst þar sem við erum að sigla okkur til ánægju miðum við oftast við svartsýnustu veðurspá.
Við sigldum því í Þerney í gærkvöldi, vorum þar í nótt, en erum nú í Reykjavíkurhöfn. Sjáum til á morgun hvað við gerum þá.
Skipstjórinn nokkuð ánægður með sig, enda að norðan.
Stýrimaðurinn fékk sér bauk og fór í tölvusalinn að blogga þegar við komum í Þerney.
Hallgrímur, á Axel Sveinssyni kom með vini sína. Þeir grilluðu fisk, sem þeir höfðu ný lokið við að veiða.
Við helltum upp á kaffi og buðum þeim eftir matinn. Hallgrímur bauð upp á koníak og tertu með kaffinu.
Stýrimaðurinn átti stímið í Reykjavíkurhöfn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 21:44
Brotin bryggja, ekki lengur.
Hvammsvíkurnefnd fór seinni partinn í dag og gerðum við langband sem var brotið í Bryggjunni í Hvammsvík. Við fórum uppeftir á bátnum hans Hafliða, Lilju. Frábær bátur. Ég fullyrði, fyrir mína parta að Lilja er lang flottasti báturinn í Snarfara, jafn vel þó að Gola RE 945 sé talin með. Hér koma nokkrar myndir sem sýna framkvæmdina.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2008 | 19:52
Sjómannadagur hjá áhöfninni á Golu RE 945
Nú erum við komin í Reykjavíkurhöfn og ætlum að vera hér á sjómannadaginn og njóta þeirra viðburða sem boðið er upp á.
Eftir að hafa sett flöggin upp röltum við upp á Landakot, til að hitta gæran vin okkar Árna Bjarnason sem er að jafna sig eftir veikindi. Það var bjart yfir karli.
Í bakaleiðinni fórum við á Hamborgarabúlluna. Með fullri virðingu fyrir hamborgurum, verður fæðið flottar um borð á morgun.
Auk þeirrar dagskrár sem boðið er upp á hér í 101 er Snarfari með hátíðardagskrá í Snarfarahöfn bæði laugardag og sunnudag. Dagskráin hefst kl.13:00 báða dagana. Þar er meðal annars, bátasýning, sigling og margt skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna, td. bátasmíði þar sem skaffað er efni og tól til smíðanna. Bátunum er síðan fleytt á tjörn og veitt verðlaun fyrir handbragð og sjóhæfni. Hoppukastali fyrir þau yngstu. Dagskráin er nánar auglýst á heimasíði Snarfara.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 10:30
Elliðaárvogurinn er að fyllast af drullu.
Það er með ólíkindum að hafa starfsemi í íbúðarhverfi, eins og þá sem Björgun er með í Elliðaárvogi. Nú hugsa eflaust flestir, Björgun var þarna fyrir þegar íbúarnir fluttu. Það er rétt, en Björgunvar sögð á förum, þó þess sé hvergi getið í kaupsamningum. Í þurru veðri og vindi fýkur fínt ryk úr haugunum út um allt. Það er engu líkara en verksmiðjan leggi okkur í einelti. Í vestan átt fýkur óþverrinn á heimili okkar og smýgur inn um rifur á gluggum. Austan áttin fer með drulluna yfir bátinn okkar, sem er í Snarfarahöfn. Ég þreif bátinn á fimmtudagskvöldið, áður en við lögðum af stað í gærkvöldi máttum við endurtaka þrifin.
En þetta er ekki það versta, þegar Björgun er farin þrífum við rykið frá henni í síðasta sinn og allt verður eins og starfssemin hafi aldrei verið þar. En ekki í Voginum. Fínasta efnið rennur út með skolvatninu frá efninu og er að fylla Voginn. Það eru farnar að myndast eyrar þar sem var töluvert dýpi áður og djúpristir bátar taka niðri þar sem dýpi á að vera nægjanlegt. Höfnina í Bryggjuhverfinu er verið að dýpka í þriðja sinn, hún fyllist jafn óðum. Efnið kemur líka inn í höfnina hjá okkur í Snarfara, sama er með rennuna frá höfninni. Þessar drullusendingar frá Björgun hafa kostað okkur stór fé.
Á tyllidögum er talað um Elliðaárnar og Voginn, sem einstaka náttúruperlu í miðri höfuðborg. Við sem bryðjum rykið og ströndum bátunum í óþverranum vitum betur. Það er ekki langt síðan holræsi sem lá út í Voginn var lokað. Lagsinn gat þá fengið sér þar að éta, áður en hann gekk upp í ána.
Hvers vegna mótmælir almenningur ekki eyðingu á þessari náttúruperlu. Hvar eru Lopapeysujúðarnir sem mótmæla hverri skóflustungu sem tekin er í atvinnuskini, eða þarf starfsemin að vera norðan Holtavörðuheiðar og austan Hellisheiðar, til að þeir mótmæli.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 15:40
Rólegur dagur í Reykjavík hjá áhöfninni á Golu.
Við höfum verið hér og slappað af í dag. Lífið hefur verið með rólegra móti við höfnina, miðað við hvað veðrið er gott. Una og Bjössi litu við í kaffi með krakkana.
Heiðrún María.
Árni Rúnar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)