26.1.2013 | 17:49
Veisla í Kærleikshöllinni.
Eyfi bauð til veislu í Kærleikshöllinni í dag. Þar var alvöru kokkur á ferð, langskólagenginn í faginu.
Það sem boðið var upp á var. Forréttur, humarsúpa, graflags ( að hætti Eyfa) og brauð. Aðalréttur, nauta og hreindýrakjöt með salati. Þessu var skolað niður með appelsíni. Á eftir var kaffi og konfekt.
Það var mál manna að nú þurfi aðeins að fara að slaka á í veisluhöldum og fara að sinna bátunum. Enda styttist í vorið.
Veislugestir sestir að setjast að snæðingi. Óli, Hafliði, Kristmundur, Eyfi, Steini, Jóhannes.
Það sést aðeins í Golu RE 945. Ég er langt kominn með að bóna. Það er ekki margt sem þarf að gera í vetur, en það tínist alltaf eitthvað til.
Tók eftir því áðan að það er aðeins varið að smita með öxlinum á vatnsdælunni. Best að skipta um hana. Þó að þetta sé aðeins smit, þá er eina breytingin sem verður að það fer að leka.
Athugasemdir
Frábær matur hjá Eyva.
Takk fyrir mig.
Steini
Steini (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.