3.2.2013 | 17:15
Skipt um vatnsdælu
Þó svo að sé ekki gott veður í dag, þá er óðum að styttast í vorið.
Við erum ekki enn búinn að gera ferðaáætlun fyrir sumarið, en eitthvað verður farið. Alla vega eina ferð til Eyja.
Óli Árna skipti um vatnsdælu fyrir mig í gær. Það var aðeins farið að smita vatn með pakkdós. Þá er ekki eftir neinu að bíða með að setja nýja dælu. Lekinn á bara eftir að aukast.
Annars er þetta alveg ásættanleg ending á dælunni, 25 ár.
Athugasemdir
Verð að monta mig þó málið sé mér skylt. Vélin er eins og mubla í stásstofu enda vel um hana hugsað eins og skipið (og mig) hjá Pállsyni
Langbrókin (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 17:55
Góða Halla.
Þið eruð báðar flottar hjá karlinum en, láttu karlinn skreppa norður í bátinn hjá mér og taka mynd í vélasalinn hjá mér(var að ryksjúga í dag)
Kv:Steini
Steini (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.