Færsluflokkur: Dægurmál

GOLA RE 945 seld.

GOLA RE 945 hefur verið seld til Færeyja. Föstudaginn 19.07.2013. skiluðum við bátnum í Samskip, samkvæmt beiðni nýs eiganda Rúni Hentze. Þar með var GOLA úr okkar höndum.

Gola á legunni í Flatey.

Þar með  er fimmtán ára útgerðarsögu lokið. Þetta hefur verið ómæld ánægja. Til marks um notkun á bátnum, eftir að við keyptum þennan 2006 hafa gistinætur á ári verið milli 60 og 70. Siglt kringum landið einu sinni, oft á Hornstrandir, Jökulfirði, Breiðafjörð, margar ferðir til Vestmannaeyja og víðar.

 

 Gola á legunni í Flatey.

 

 

Hallgerður stýrimaður.Hallgerður stýrimaður, Bjarnarey og Elliðaey í baksýn.

 

 

 

 

 

 

 

Gola RE 945

 Gola RE 945 í Eyjum. Þangað höfum við siglt á hverju sumri.

 

 

 

 

 

 

 

Hallgerður stýrimaður á Golu RE 945

 Hallgerður stýrimaður í Suðurbuktinni. Þar vorum við oft á hverju sumri.

 

 

 

 

 

 

 

Við Hallgerður

 

 Við þökkum öllum sem hafa siglt með okkur, heimsótt okkur um borð, eða ferðast samskipa okkur, fyrir sinn þátt í að gera öll þessi ár svo ánægjuleg.

það er fullt af myndum í albúmum. 

 


Neisti seldur.

NEISTI.Gengið var frá sölu á Neista í dag. Hann er 10,03 m. langur, breidd 3,15 m. Vél 350 hp. Volvo.

Nýir eigendur eru Kristján og Ingibjörg.   Áhöfnin á Golu RE 945 óskar þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega bát.

Steini og Helga, fyrrverandi eigendur Neista hafa ákveðið að hætta sportbátaútgerð, því miður.

Það hefur verið gaman að ferðast með þeim. Ég hef ekki tölu á því hvað við erum búin að vera þeim oft samferða í Breiðafjörð, Vestfirði, Ísafjarðardjúp, Jökulfirði, Strandir, Hvammsvík, Keflavík, Akranes, Arnarstapa, svo mætti lengi telja.

Ingibjörg og Kristján á Súlu.Kristján og Ingibjörg settu Súlu upp í kaupin. Súla verður seld.

Svo skemmtilega vill til að fyrir fjórtán, eða fimmtán árum, áttu Steini og Helga Súlu.

 

 

 

 

Súla.

 

 

 

 

Hér er Súla á siglingu í Hvalfirði síðastliðið sumar.


Myndir úr Snarfarahöfn frá því í morgun.

IMG 1773Búið að bera á viðinn í Golu og allt að verða tilbúið til sjósetningar.

Ég tók nokkrar myndir í Snarfarahöfn í blíðunni í morgun.

IMG 1776 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1777

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1778

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1779

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1780

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1781

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1782

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1785

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1784

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1783

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1786

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1787

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1788

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1789

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1790

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1791

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG 1792


Fýlupúkafélagið var með aðalfund og árshátíð á laugardag.

Óli, Steini, Helga, Hafliði, Lilja.Aðalfundur F.P.F. var haldinn á laugardaginn 23.02.13. Þar sem við erum leynifélag er ekki hægt að greina mikið frá efni fundarins. En við ákváðum að vera fúlir áfram, að hætti Íhaldsins í Guðs nafni.

 

 

 

 

 

Ingibjörg, Kristján.Tekin var fyrir umsókn Kristjáns Kristjánssonar frá því um mitt ár 2011 um inngöngu í félagið. Ekki varð niðurstaða á fundinum. Málið verður tekið fyrir á félagsfundi í maí og metið hvort umsóknin geti fengið flýtimeðferð, enda maðurinn fúll og efnilegur. Ingibjörg kemur þar líka sterk inn.

 

 

Steini.Steini og Helga buðu fundarmönnum, ásamt mökum heim til sín í smá appelsín áður en haldið var á árshátíð félagsins.

Hátíðin var haldin á Fiskmarkaðinum. Snædd var 9 rétta máltíð og öllu skolað niður með úrvals appelsíni.

 

 

Halla, Helga.

Halla og Helga. Eins og sjá má lekur ekki af þeim fýlan en það eru jú einstaka frávik....

 

 

 

 

 

 

Steini, Hafliði.

 

Steini og Hafliði.

 

 

 

 

 

Helga, Lilja.

 

Helga og Lilja.

 

 

 

 

 

 

Óli

 

Óli, forseti F.P.F.

 

 

 

 

 

 

Hallgerður Árni

 

 

Hallgerður og Árni.

 

 

 

 

 

 

Gola RE 945

 

Áhöfnin á Golu RE 945 verðum á Goslokahátíð í Eyjum í sumar. Vonandi sjá fleiri félagar í F.P.F sér fært að mæta.

Þá sjá Eyjamenn tegund sem er að deyja út eða fýlupúkar.


Fiskur í Hjalli.

Hjallurinn kominn á páss.Hjallurinn sem F.P.F. reysti um árið. Þar hefur undanfarin ár verið hertur fiskur, látinn síga, þurrkað kjöt (skerpukjöt ). Þar verður verkaður hvalur síðar. Eina sem vantar er að veiða hvalinn. Það ætla hvalveiðimenn í hópi F.P.F. að sjá um. Tími hvalveiðanna mun koma.

 

 

 

 

Fiskur í hjalli.Hér er sýnishorn af harðfiskverkuninni. Flottur fiskur, hengdur upp í frosti, verður ekki betra.

 

 

 

 

 

 

Skötuveisla.Hafliði bauð til skötuveislu í dag. Hafði fengið úrvals skötu senda frá Jóni Magg á Patró.

 

 

 

 

 

 

SkötuveislaTinna var líka í veislunni.


Skipt um vatnsdælu

VélasalurinnÞó svo að sé ekki gott veður í dag, þá er óðum að styttast í vorið.

Við erum ekki enn búinn að gera ferðaáætlun fyrir sumarið, en eitthvað verður farið. Alla vega eina ferð til Eyja.

 

 

 

 

Ný vatnsdælaÓli Árna skipti um vatnsdælu fyrir mig í gær. Það var aðeins farið að smita vatn með pakkdós. Þá er ekki eftir neinu að bíða með að setja nýja dælu. Lekinn á bara eftir að aukast.

Annars er þetta alveg ásættanleg ending á dælunni, 25 ár.


Veisla í Kærleikshöllinni.

Eyfi við pottanaEyfi bauð til veislu í Kærleikshöllinni í dag. Þar var alvöru kokkur á ferð, langskólagenginn í faginu.

Það sem boðið var upp á var. Forréttur, humarsúpa, graflags ( að hætti Eyfa) og brauð. Aðalréttur, nauta og hreindýrakjöt með salati. Þessu var skolað niður með appelsíni. Á eftir var kaffi og konfekt.

Það var mál manna að nú þurfi aðeins að fara að slaka á í veisluhöldum og fara að sinna bátunum. Enda styttist í vorið.

 

VeislugestirVeislugestir sestir að setjast að snæðingi. Óli, Hafliði, Kristmundur, Eyfi, Steini, Jóhannes.

Það sést aðeins í Golu RE 945. Ég er langt kominn með að bóna. Það er ekki margt sem þarf að gera í vetur, en það tínist alltaf eitthvað til.

Tók eftir því áðan að það er aðeins varið að smita með öxlinum á vatnsdælunni. Best að skipta um hana. Þó að þetta sé aðeins smit, þá er eina breytingin sem verður að það fer að leka.


Hrossakjötsveisla í Höllinni.

Hrossakjötsveisla.Kristján bauð til veislu í höllinni á laugardaginn. Snæddur var góðhestur ofan úr Kjós og skolað niður með appelsíni. Ekki fór sögum af því hversu góður Skjóni var á fæti, en góður er hann í munni.

Að sögn Stjána er galdurinn við að fá svo gott saltkjöt þessi. "Salta kjötið strax eftir fláningu, meðan það er enn heitt, þá bráðnar saltið strax inn í kjötið".

Hvort það er að þakka hversu gott kjötið var, gríðarleg þekking Stjána í matvælafræði, eða að Skjóni var á góðum aldri fyrir tunnuna þekki ég ekki. 

Ingibjörg, Kristján.

Hér eru Kristján og Ingibjörg við bát sinn Súlu í Hvammsvík síðastliðið sumar.

Stjáni missti gleraugun sín í Reykjavíkurhöfn, tvískipt og rán dýr. Eðlilega afskrifaði hann gleraugun strax. Frúin var ekki á sama máli og fór að dorga eftir þeim með veiðistöng. Eftir rúma klukkustund komu gleraugun upp.

Það er víðar en í pólitík sem getur skilað ótrúlegum árangri að dorga í gruggugu vatni.

 

 

Súla.Súla á siglingu inn Hvalfjörð.


Gleðilegt nýtt ár.

Við HallgerðurKæru vinir. við áhöfnin á Golu RE 945 óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs, með þökk fyrir það liðna.

Síðastliðið sumar var gott siglingasumar, en vorið svolítið kalt.

Áætlað var að sigla vestur á firði og á strandir. Þegar við byrjum í sumarfríi var komin norðan átt og kuldi fyrir vestan og virtist ætla að liggja í henni. Við breyttum áætlun, lensuðum fyrir Reykjanes, til Eyja. Vorum þar á þriðju viku, í renni blíðu.

Annars vorum við í Faxaflóanum. Gistinætur um borð í sumar voru 58.

 

 

 

Hafliði, Kristján, ?, Steini.F.P.F var með veislu í Þerney í maí. Siginn fiskur, svartfuglsegg, reyktur rauðmagi og fleira góðgæti.

 

 

 

 

 

 

María, Sigtryggur.

María og Sigtryggur litu um borð í Eyjum. María átti stór afmæli þann dag. Við buðum þeim í siglingu, í tilefni dagsins.

 

 

 

 

 

 

Suðurbuktin á góðum degi

Við erum mikið í Suðurbuktinni í Reykjavíkurhöfn. Þar iðar allt af lífi, alla daga. Þar er gott að vera.

 

 

 

 

 

 

Bátar við Hvammsvíkurbryggju.

Um verslunarmannahelgina vorum við, ásamt fleiri bátum í Hvammavík.

 

 

 

 

 

 

Hafliði og Steini veiða upp úr pottinum

Hafliði og Steini buðu til mikillar fiskiveislu í Höllinni í hádeginu, síðasta laugardag ársins.

 

Það eru fleiri myndir frá sumrinu í albúmi merkt 2012

 

 

 

 

 

 

 


Vorið er komið.

Halla og Gola Re 945Halla og Gola RE 945 fóru á flot í gær, 31.03. Þá er vorið komið. Við áhöfnin á Golu fluttum um borð í morgun.

Lífið er aðeins að kvikna hér í Suðurbuktinni. Í tilefni dagsins verður veisla í kvöld. Vonandi verður tækifæri til að ná í svartfugl næstu daga.

 

 

 

 

NakkiNakki var að taka olíu í morgun. Þessi bátur lenti í miklum hrakningum suður af Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum.

 

 

 

 

 

 

Síldin RE 26Síldin RE 26 Eigandi Garðar Björgvinsson. Garðar er frá Raufarhöfn, eins og ég.

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband